Nýjustu fréttir

Skrifað undir við skátana í Dalabyggð

Síðasta fimmtudag var undirritaður samstarfssamningur milli Dalabyggðar og Skátafélagsins Stíganda. Það voru þau Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar og Katrín Lilja Ólafsdóttir f.h. Stíganda sem undirrituðu samninginn. Markmið samningsins er meðal annars að skilgreina og efla tengsl sveitarfélagsins og skátafélagsins með það að markmiði að styrkja Dalabyggð frekar sem áhugaverðan og góðan búsetukost, þar sem…

Fyrirhugaðir búferlaflutningar kannaðir á Vesturlandi

Í nýlegri íbúakönnun, sem Vífill Karlsson hagfræðingur SSV er að vinna, var leitað vísbendinga um væntanlega búferlaflutninga fólks vítt og breitt um landið. Í þeim tilgangi var spurt: „Finnst þér líklegt eða ólíklegt að þú eigir eftir að flytja búferlum á næstu tveimur árum?“ Niðurstaðan á Vesturlandi er áhugaverð. Á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit eru…

Skallagrímur úr leik eftir tap gegn Þór

Þór Akureyri og Skallagrímur tókust á í fimmtu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppni fyrstu deildar karla í körfuknattleik á laugardagskvöldið. Leikið var í Höllinni fyrir norðan og voru yfir þrjú hundruð manns mætt til að horfa á leikinn og þriðjungurinn kom frá Borgarnesi. Skallarnir náðu að jafna metin í 2-2 í einvíginu síðasta miðvikudag…

Stefán Bjarki Akranesmeistari í pílu 2024

Akranesmeistaramótið í 501 í pílu var haldið um helgina í aðstöðu Pílufélags Akraness í gamla Sementinu við Mánabraut. 18 keppendur voru skráðir til leiks sem var ansi góð þátttaka. Spilað var í tveimur riðlum og síðan var 16 manna útsláttarkeppni eftir það. Margir voru að spila á sínu fyrsta meistaramóti hjá Pílufélagi Akraness og má…

Vegaskemmdir eftir asahláku á laugardaginn

Á laugardaginn snögghitnaði í veðri samhliða sunnan roki og hellirigningu víða um vestanvert landið. Snjó tók því hratt upp. Ár urðu sem stjórfljót yfir að líta. Nokkuð víða höfðu vegræsi ekki undan skyndilegu leysingavatninu og dæmi um að vegir hafi grafist í sundur. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Snæfellsnesi næsta dag. Aurskriða hafði fallið niður…

Fengu gull á vorbikarmótaröð í hnefaleikum

Hnefaleikafélag Akraness sendi tvo keppendur á vorbikarmótaröð Hnefaleikasambands Íslands í vetur en það voru þeir Viktor Orri Pétursson sem keppti í -57 kg flokki í U19 og Björn Jónatan Björnsson sem keppti í -60 kg í U17. Þeir sigruðu báðir í sínum flokkum og fengu glæsilega bikara í verðlaun. Bikarmótaröðin er með því sniði að…

Lúðrasveit lék fyrir Borgnesinga

Það kom mörgum Borgnesingum skemmtilega á óvart á laugardagsmorgun þegar lúðrasveit marseraði niður Borgarbrautina. Einhverjir höfðu það á orði að þarna væri á ferðinni mótmæli vegna seinagangs í framkvæmdum við lagfæringar á sjálfri Borgarbrautinni, en síðar kom í ljós að þarna var æfingaferð Lúðrasveitar Vesturbæjar- og Miðbæjar úr Reykjavík. Lúðrasveitin hafði spilað fyrir leikskóla og…

Fréttir úr víðri veröld

Aðsendar greinar

1500 fræ

Sigríður Hrund Pétursdóttir

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið