Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Heyönnum
Auglýsing
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Ef þú gætir, myndir þú mennta þig meira?
Blaðið
Smáauglýsingar

Takkaskór týndust

Rauðir Nike takkaskór með silfurlitaðri tungu gleymdust við íþróttavöllinn við Grundaskóla nýlega. S...
Færð á vegum
Kjalarnes 18:20  NNA 9  12°C
Akrafjall 18:10  NA 8  11°C
Hafnarfj. 18:20  NA 6  10°C
Vatnaleið 18:20  N 5  9°C
Hraunsm. 18:20  ANA 4  11°C
Fróðárh. 18:20  NNA 4  8°C
Brattabr. 18:10  N 7  7°C
Holtav.h. 18:20  N 9  5°C
Laxárd.h. 18:10  NNA 9  7°C
Svínad. 18:20  N 4  8°C
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
Kennsla í Háskólanum á Bifröst hefst föstudaginn 22. ágúst. Þá verður byrjað að kenna í verslunarstjóranámi og Háskólagátinni með nýnemadögum og vinnuhelgi. Viku síðar hefst svo kennsla í háskóladeildum. Vilhjálmur Egilsson rektor segir mun meiri aðsókn í háskólanámið núna en verið hafi og mjög góð aðsókn sé í Háskólagáttina þótt hún sé aðeins minni en í fyrra. „Helstu nýjungar í námsframboðinu núna eru að matvælarekstrarfræðin er ný í grunnnáminu. Þar kom um 20 nemendur í fyrsta hópinn. Í meistaranáminu hefur námsbrautin „MS í forystu og stjórnun“ slegið í gegn en yfir 70 virðast ætla að koma í þann hóp. Síðan er boðið upp á MA nám í alþjóðastjórnmálahagfræði og MA í menningarstjórnun fyrir stjórnendur í menntakerfinu sem hvoru tveggja fer vel af stað.“ Nánar má lesa um Háskólann á Bifröst og aðra skóla í landshlutanum í Skólablaðinu sem fylgir Skessuhorni vikunnar. Þar er rætt við stjórnendur á öllum skólastigum m.a. um helstu áherslur í skólastarfi, sérstöðu skólanna og forvitnast um fjölda nemenda og starfsfólks svo eitthvað sé nefnt.
Lionsklúbbur Stykkishólms er nú, í samstarfi við Lionsklúbbinn Hörpu og Heilbrigðisstofnun Vesturlands, að fara af stað með afar athyglisvert forvarnarverkefni í Stykkishólmi og Helgafellssveit. Felst það í að bjóða 55 ára einstaklingum á starfssvæði klúbbsins í ókeypis ristilspeglun. „Á undanförnum árum hefur Lionsklúbbur Stykkishólms komið að forvarnarstarfi í heilbrigðismálum. Klúbbfélagar hafa í allmörg ár haft áhuga á að standa fyrir hvatningarátaki varðandi skimun fyrir ristilkrabbameini, sem er lúmskur vágestur og gerir sjaldan boð á undan sér. Á Íslandi greinast að meðaltali 112 einstaklingar á hverju ári með slíkt krabbamein. Miklu skiptir varðandi framtíðarhorfur sjúklinga að greina þetta krabbamein á frumstigi. Með þessu átaki ætlum við Lionsfélagar því að bjóða öllum einstaklingum búsettum í Stykkishólmi og Helgafellssveit, sem verða 55 ára á þessu ári, í ókeypis ristilspeglun,“ segir Gunnlaugur Árnason Lionsfélagi í samtali við Skessuhorn. Hann og Ingi Berg Ingason eru í forsvari fyrir verkefnið fyrir hönd Lionsklúbbs Stykkishólms. „Þannig mun fólk sem fætt er árið 1959 verða skoðað á þessu ári, fólk fætt 1960 á næsta ári og svo koll af kolli í fimm ár. Ætlunin er að þetta verkefni standi í fimm ár og verði þá endurmetið,“ segja þeir Gunnlaugur og Ingi Berg. Allur kostnaður við rannsóknina og undirbúning ristilspeglunar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi verður fólki að kostnaðarlausu, að frátöldum ferðakostnaði á Akranes. Lionsklúbbarnir sendu einstaklingum í árgangi 1959 bréf fyrr í sumar. „Gott væri að þeir einstaklingar sem fengu boðsbréf frá okkur í sumar láti vita hvort áhugi sé fyrir boðinu fyrir 31. ágúst nk, því tíminn líður hratt.“ Fólk þarf að láta vita um áhuga fyrir skoðun með að hringa í síma 432-1200 (HVE) og gefa upp nafn, kennitölu og símanúmer. Síðan verður hringt í viðkomandi, þar sem gefnar verða verða nánari upplýsingar um framkvæmd rannsóknarinnar og áætlaða dagsetningu. Ristilkrabbamein er algengur vágestur á Íslandi. Tilfellið er að einstaklingurinn gengur lengi með sjukdóminn (allt að 10 ár) áður en hann fer á hættulegt stig. Miklir möguleikar eru að greina ristilkrabba á frumstigi með ristilspeglun og grípa strax inn í og lækna. 55 ára aldurinn er af læknum talinn heppilegur til speglunar, því þá eru einkenni oftast nær búin að gera vart við sig. „Klúbbarnir vilja með þessu átaki leggja lið og gera gagn í samfélaginu. Niðurstaða starfshóps á vegum Landlæknis skilaði skýrslu árið 2002 og mælti þá með að skimun yrði hafin hér á landi fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Af einhverjum ástæðum hefur sú skimun aldrei hafist,“ segir í kynningu á verkefninu.
Auglýsing
Lið Grundarfjarðar tapaði óvænt gegn botnliði þriðju deildarinnar, Hamri frá Hveragerði, þegar liðin mættust í ísbænum í gær. Heimamenn í Hamri komust yfir þegar um tíu mínútur voru liðnar af leiknum og voru komnir tveimur mörkum yfir þegar flautað var til leikhlés. Hamarsmenn voru líklega að spila sinn allra besta leik í sumar en fyrir hann höfðu þeir aðeins unnið einn leik á tímabilinu og gert eitt jafntefli. Það var svo Ingólfur Þórarinsson (Ingó Veðurguð) sem skoraði þriðja og síðasta mark leiksins þegar um stundarfjórðungur var eftir og tryggði Hamri sigurinn. Lokatölur 3-0 fyrir Hamar sem er enn langneðsta liðið í deildinni með sjö stig. Þrátt fyrir ósigurinn siglir lið Grundarfjarðar enn á lygnum sjó um miðja deild með 21 stig þegar fjórar umferðir eru eftir. Næsti leikur Grundarfjarðar er gegn toppliði deildarinnar, Leikni F. á Grundarfjarðarvelli á sunnudaginn klukkan 12.
Hún heitir Jónný Hekla Hjaltadóttir og er 18 ára Borgnesingur. Jónný hefur alltaf haft gaman af því að teikna og langar að vinna við listsköpun þegar fram í sækir. Hún hefur verið að teikna persónur eftir þáttum, tölvuleikjum og bíómyndum en mest heillar japanski teikni-stíllinn, sem kallast anime og manga. Gerir hún bæði eftirhermur og skapar sinn eigin heim og langar að halda því áfram. Sem stendur stundar Jónný Hekla nám í Menntaskóla Borgarfjarðar. „Ég hef alltaf haft gaman af því að teikna, bara frá því ég var mjög ung,“ segir Jónný Hekla í upphafi samtalsins. „Þetta voru helst persónur sem birtust í hausnum á mér og þá bjó ég bara til heim í leiðinni. Reyndar voru þetta ekki bara persónur heldur teiknaði ég líka mikið af drekum og alls kyns dýrum. Til að byrja með var þetta fríhendis og allt á blað en svo fór ég að prófa að nota tölvuna til að teikna. Það er að sumu leyti auðveldara. Þá hefur maður yfirleitt betri stjórn á myndinni. Auðveldara er að stroka út og breyta í tölvunni heldur en á blaðinu. Það sjást engin för,“ segir Jónný brosandi og bætir við að á margan hátt sé léttara að vinna liti í tölvu heldur en á blaði. Nánar er rætt við listakonuna Jónnýju Heklu í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.
Auglýsing
Gæsaveiðitímabilið hófst í dag, 20. ágúst og er nú heimilt að veiða bæði grágæs og heiðagæs til 15. mars. Á það við um öll veiðisvæði að undanskildu austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem heimilt verður að veiða gæs eftir fyrsta september. Glöggir náttúruunnendur hafa eflaust tekið eftir að hópar af gæsum eru þegar farnir að fljúga af varplöndum og má búast við góðu veiðitímabili. Líklegt er að margir haldi til veiða á næstu dögum og að þeim muni fjölga enn frekar eftir næstu mánaðarmót þegar andaveiðitímabilið hefst. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun eru skotveiðimenn minntir á að óheimilt sé skjóta ófleyga unga. Þeir sem ætla á gæsaveiðar í upphafi tímabilsins eru því hvattir til að sýna aðgát á varpsvæðum, sérstaklega þeim sem fóru seint af stað.
Alls voru tíu ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum síðastliðna viku. Sá sem ók hraðast var á 137 km/klst. þar sem hámarkshraði er 90. Á sá hinn sami von á 90 þúsund krónum í sekt. Síðasta miðvikudag var svo ökumaður sem átti leið í gegnum Borgarnes stöðvaður í reglubundnu eftirliti og reyndist hann við nánari skoðun undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn var fluttur ásamt farþega á lögreglustöðina í Borgarnesi. Einnig var bifreið ökumannsins flutt á lögreglustöðina þar sem nokkur grömm af maríjúana fundust við leit í bifreiðinni. Ökumanni og farþega var síðan sleppt að lokinni blóðsýna- og skýrslutöku. Sex umferðaróhöpp áttu sér stað í umdæmi LBD síðustu daga. Hlutu ökumenn og/eða farþegar í þremur umferðaóhappanna minniháttar áverka og voru þeir fluttir til skoðunar á Heilsugæslustöðina í Borgarnesi.
Auglýsing
Hlutabréf í Century meira en tvöfaldast í verði á árinuHeimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað nær samfellt allt þetta ár. Það var í kringum 1.800 bandaríkjadalir í byrjun árs en er nú 2.050 dalir fyrir tonnið. IFS greining og ráðgjöf segir að þrátt fyrir aukna framleiðslu í Mið-Austurlöndum og Kína líti út fyrir að meira jafnvægi verði á markaðinum en áður. Gert er ráð fyrir að áfram verði aukin eftirspurn eftir áli í bílaiðnaði og umbúðaframleiðslu. Það vekur athygli að verð hlutabréfa í CenturyAluminum, eiganda Norðuráls á Grundartanga, hefur hækkað á markaði um 107,5% frá síðustu áramótum til dagsins í dag, samkvæmt Nasdaq. Hið sama á hins vegar ekki við um Rio Tinto en verð hlutabréf þar hefur einungis stigið um ríflega tvö prósent á sama tíma.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar einn sinn mikilvægasta leik þegar stúlkurnar mæta Danmörku á Laugardalsvellinum á morgun, fimmtudag klukkan 19:30. Leikurinn er hluti af undankeppni að Heimsmeistaramótinu 2015. Stúlkurnar verða að vinna í leiknum til að eiga möguleika í umspil fyrir keppnina. KSÍ hefur gefið út rafræna komin rafræn leikskrá fyrir stórleikinn gegn Danmörku. Með því að ýta hér geta lesendur kynnt sér leikskrá KSÍ.
Fréttasafn
Leit á vefnum
Auglýsing
Auglýsing
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is