Auglýsing
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Myndir þú nýta Sundabraut gegn gjaldi?
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Kjalarnes 02:30  NV 1  10°C
Akrafjall 02:30  NA 0  12°C
Hafnarfj. 02:30  N 0  12°C
Vatnaleið 02:30  VNV 6  8°C
Hraunsm. 02:30  SSA 2  14°C
Fróðárh. 02:30  VNV 5  8°C
Brattabr. 02:30  VNV 1  9°C
Holtav.h. 02:30  N 7  4°C
Laxárd.h. 02:30  NA 8  5°C
Svínad. 02:30  NNA 10  7°C
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
Ólafsvíkurvaka og Írskir dagar á Akranesi fara fram um helgina. Veðrir leikur við íbúa og gesti þeirra. Mikill mannfjöldi er saman kominn í báðum bæjarfélögunum. Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var í Ólafsvík síðdegis í gær, er dorgveiðikeppi í gangi í Ólafsvík.
Skipuleggjendur Írskra daga á Akranesi vilja koma á framfæri leiðréttingu vegna brekkusöngsins sem fram fer á þyrlupallinum í kvöld. Mistök urðu við gerð dagskrárinnar og röng tímasetning brekkusöngsins auglýst. Brekkusöngurinn hefst klukkan 22:00 en ekki 22:40, eins og auglýst var.
Auglýsing
Hefja undirbúning byggingar bátaskýlis„Hafinn er undirbúningur að byggingu bátaskýlis á Safnasvæðinu í Görðum á Akranesi og einhverjir gömlu bátanna verða jafnframt fjarlægðir,“ segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri. Nú í júlí er ráðgert að bygging skýlisins hefjist og mun það rúma fjóra báta. Markmiðið er að gera bátana upp í skýlinu og koma þeim smám saman í upprunalegt horf. „Tveir bátar verða fjarlægðir á næstu dögum, Bjarmi og Draupnir, en þeir eru verst farnir og hafa takmarkaða sögulega tengingu við Akranes.“ Að sögn Regínu stóð til að koma þeim í fóstur á Reykhólum en ef það gengur ekki eftir innan tíðar þá verði þeir geymdir til bráðabirgða í húsnæði Sementsverksmiðjunnar. Regína segir að enn sé í gangi vinna við að meta ástand Kútters Sigurfara og að það verkefni sé unnið í samstarfi við Þjóðminjasafnið. „Ekki er komin niðurstaða í þá úttekt en vilji bæjaryfirvalda stendur til þess að fjarlægja Kútterinn eða finna varanlega lausn,“ segir bæjarstjórinn að lokum.
Hvetur fólk til að klæðast köldum lopapeysumAnnað kvöld verður Lopapeysuballið haldið, en það er liður í hátíðinni Írskum dögum sem nú stendur yfir á Akranesi. Lopapeysan er einn stærsti og fjölmennasti dansleikur sem haldinn er hér á landi. Margir gestir hafa lengi haft það til siðs að mæta á dansleikinn íklæddir lopapeysum. Ísólfur Haraldsson, skipuleggjandi Lopapeysunnar, lýsti í samtali við Skessuhorn nokkrum áhyggjum varðandi þennan þjóðlega klæðnað. „Fólki verður oft mjög heitt í lopapeysu á Lopapeysunni,“ sagði Ísólfur, enda flíkin hlý og ballið mjög fjölmennt. „Það má búast við að þannig verði það í ár því spáð er allt að 18 stiga hita á meðan ballinu stendur yfir,“ bætir hann við. En hvað er til ráða fyrir þá sem vilja klæðast hinni þjóðlegu peysu á ballinu án þess að eiga á hættu að verða of heitt? „Ég hvet fatahönnuði til að taka sig til og byrja að framleiða kaldar lopapeysur! Nú eða, hlýralopapeysur, lopavesti eða annan léttari lopaklæðnað svo fólki verði ekki of heitt á Lopapeysunni,“ segir Ísólfur. „En ef fólk ætlar að harka af sér og keyra stuðið í gang í venjulegum lopaklæðnaði þá er mikilvægt að passa upp á að drekka nóg af vatni,“ bætir hann við að lokum.
Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari og gítarkennari í Grundarfirði gaf nýverið út geisladisk sem hann ætlar að kynna með veglegri tónleikaferð um landið. Hann hóf tónleikaferðina á heimaslóðum og hélt tónleika á Kaffi Emil í Grundarfirði. Með í för var einvalalið af hljóðfæraleikurum en Jóhann Ásmundsson bassaleikari, Ásmundur Jóhannsson slagverksleikari og sonur Jóhanns og Ingvar Alfreðsson hljómborðsleikari. Saman gerðu þeir nýju plötu Sigurgeirs góð skil fyrir fullum sal. Þetta voru vægast sagt frábærir tónleikar enda allir hljómsveitarmeðlimir reynslumiklir á sínu sviði. Þeir spila í kvöld, 3. júlí í Fossatúni í Borgarfirði og verða svo á Græna Hattinum á Akureyri 9. júlí. Ljóst er að enginn verður svikinn af hljóðfæraleik þeirra félaga, það var í það minnsta ekki tíðindamaður Skessuhorns.
Ferðamenn almennt mjög ánægðir eftir heimsókn í ísgönginAlmennt hefur upplifun gesta eftir heimsókn í nýju ísgöngin í Langjökli verið mjög jákvæð, en þau voru formlega opnuð 5. júní. Ferðamenn sem og ferðaskipuleggjendur hafa lofað þessa nýjung í afþreyingu hér á landi. Í ljósi þessa er frétt sem Fréttablaðið og Vísir.is birta í dag talsvert á skjön við upplifun flestra sem þangað hafa komið. Þar er haft eftir Karli Ólafssyni hjá ferðaskrifstofunni Nordic Luxury að upplifun gesta fyrirtækisins væri slík að það ætlaði ekki að skipuleggja fleiri ferðir á jökulinn. Borið er við bráðnun í jöklinum og slæmum aðbúnaði. Á fréttavefnum mbl.is er í dag haft eftir forsvarsmönnum tveggja stórra ferðaskrifstofa að þessi ummæli Karls komi þeim mjög á óvart. Þórir Garðarsson hjá Iceland Excursions/Grey Line, sem er með daglegar ferðir að ísjöklinum, segir til dæmis í samtali við blaðamann Mbl.is að upplifun þeirra viðskiptavina sé þvert á móti góð eftir heimsókn á jökulinn. „Ég skil ekkert í þessari frétt. Við hjá Gray Line höfum farið með mikinn fjölda ferðamanna þarna síðan í júní og það var almenn ánægja hjá þeim með ferðina,“ segir Þórir Garðarsson á Mbl.is. Blaðamenn Skessuhorns sem verið hafa á ferð í Húsafelli hafa á liðnum vikum rætt við nokkra gesti sem nýkomnir hafa verið úr ferð í ísgöng Into the glacier á Langjökli. Þeir hafa undantekningarlaust verið afar ánægðir með heimsókn í ísgöngin. Því virðist sem frétt Fréttablaðsins og Vísis.is í dag með fyrirsögninni „Ferðarþjónustufyrirtæki að gefast upp á ísgöngunum“ sé stórlega orðum aukin. Í það minnsta ætla helstu ferðaskrifstofur að halda áfram að bjóða upp á ferðir þangað. Þegar hitastig hækkar að sumri er eðlilegt að ís bráðni í gangnamunnanum. Sú var einnig raunin þegar Kristleifur Þorsteinsson frá Húsafelli gróf göng í Langjökulinn sumarið 1995 og gerði þannig fyrstur manna tilraun til ísgangagerðar hér á landi. Ferðaskipuleggjendur og þeir sem selja ferðir í ísgöng af þessu tagi þurfa að benda gestum á að það sé hluti af upplifuninni að ganga í gegnum bráðnandi ís á leið inn í göngin þar sem hitastigið úti bræðir ísinn næst innganginum. Hvorki fararstjórar né gestir þeirra eiga þar af leiðandi að koma á blandskónum og illa klæddir!
Árið 2014 var meðalævilengd karla á Íslandi 80,6 ár og meðalævilengd kvenna 83,6 ár. Meðalævilengd sýnir hve mörg æviár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu, ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Aldursbundin dánartíðni hefur lækkað á undanförnum áratugum og má því vænta þess að fólk lifi að jafnaði lengur en reiknuð meðalævilengd segir til um. Frá árinu 1985 hafa karlar bætt við sig rúmlega sex árum og konur rúmlega fjórum árum í meðalævilengd. Sé horft á tíu ára tímabil, 2004-2013, var meðalævi karla á Íslandi og í Sviss 79,1 ár og skipuðu þeir fyrsta sætið meðal Evrópulanda. Fast á hæla þeim komu karlar frá Svíþjóð og Liechtenstein (78,5 ár. Stysta meðalævilengd evrópskra karla er í Eistlandi (68,8), Lettlandi (66,4) og Litháen (66,1). Á sama tíu ára tímabili, 2004-2013, var meðalævi kvenna í Frakklandi og á Spáni 84,1 ár og skipuðu þær fyrsta sætið í Evrópu. Á eftir þeim koma konur frá Sviss (83,8), Ítalíu og Liechtenstein (83,6) og Íslandi (82,7 ár). Meðalævilengd kvenna er styst í Búlgaríu (76,8), Makedóníu (76,3) og Serbíu (76,1 ár).
Spölur segir fulla þörf á vegslám við HvalfjarðargöngSpölur lét setja upp vegslár á ytri akreinum sem ætlaðar eru áskrifendum veggjalda við gjaldskýli Hvalfjarðarganga fyrr í sumar. Að sögn Marinós Tryggvasonar öryggisfulltrúa Spalar er slánum fyrst og fremst ætlað að draga úr ökuhraða um gjaldhliðið. „Það hefur sýnt sig að það er full þörf á þessu. Þetta var fyrst og fremst hugsað til að ná niður hraðanum og það hefur gengið eftir.“ Blikkandi ljós eru á slánum, þannig að þær eru vel sýnilegar áður en að þeim er komið. Engu að síður hafa þær verið keyrðar niður nokkrum sinnum á þeim mánuði sem þær hafa verið í notkun. „Það hefur verið keyrt á þær fjórum sinnum, tvisvar hvorum megin. Slárnar virka hjá öllum sem eru með veglykil nema þegar rauða ljósið kemur upp. Þá getur fólk komið í lúguna og hægt er að opna hliðið handvirkt.“ Marinó segir að einnig hafi slárnar stöðvað för ökumanna sem ekki hafa greitt veggjaldið eða verið á rangri akrein. Vegslár af þessu tagi eru við gjaldhlið í vegakerfinu víða um heim og eru því erlendum vegfarendum vel kunnugar. Marinó segir að algengt hafi verið að vegfarendur hafi ekið í gegnum hliðið án þess að greiða fyrir, með tilheyrandi kostnaði og óþægindum fyrir Spöl. Þetta hafi ekki síst fylgt fjölgun erlendra ferðamanna á þjóðvegum landsins. „Flestir ferðamennirnir eru vanir því að samskonar slár séu í gjaldhliðum í vegakerfinu. Þeir þekkja því ekkert annað en hlið og keyrðu bara í gegn í góðri trú án þess að borga.“ Á vefsíðu Spalar er sagt frá því að rétt sé að halda góðu bili milli bíla sem fara um gjaldhliðið, til að slárnar lyftist og falli eins og til er ætlast án þess að ökumenn eigi á hættu að aka á þær. Þar er einnig sagt frá því að það liggi fyrir að á mestu álagstímum ársins í umferð um Hvalfjarðargöng verði starfsmenn Spalar utandyra, líkt og verið hefur, að innheimta veggjaldið til að flýta fyrir umferð. Á þessum tímum verði slárnar við gjaldskýlið ekki í notkun. Þetta á við um helgar í júní, júlí, fyrrihluta ágústmánaðar auk hvítasunnu- og páskahelganna.
Auglýsing
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Auglýsing
Fréttasafn
Auglýsing
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is