Auglýsing
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hvernig hyggstu verja páskafríinu?
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

Gistiíbúð í Eyafirði

Bjóðum upp á gistingu í íbúð með tveimur tveggja manna herbergjum með uppbúnum rúmum og handklæðum.Í...
Færð á vegum
Kjalarnes 03:30  A 1  -1°C
Akrafjall 03:20  ASA 3  -0°C
Hafnarfj. 03:30  SSA 7  0°C
Vatnaleið 03:30  SA 9  -2°C
Hraunsm. 03:30  SSV 8  1°C
Fróðárh. 03:30  VSV 3  -4°C
Brattabr. 03:20  S 5  -3°C
Holtav.h. 03:30  SSV 9  -4°C
Laxárd.h. 03:20  ANA 2  -2°C
Svínad. 03:30  SSA 6  -3°C
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
Horft yfir hluta gamla miðbæjarins í Stykkishólmi. Gamla Amtsbókasafnshúsið er hægra megin fyrir miðri mynd. Það stefnir nú í að verða rifið og tvö ný hús í gömlum stíl byggð á lóðinni í staðinn.
Hafin er undirskriftasöfnun í Stykkishólmi þar sem krafist er íbúakosningar vegna sölu bæjarins á húseigninni Hafnargötu 7. Bjarki Hjörleifsson er í forsvari fyrir söfnuninnni og segir hann að mikill hiti sé í fólki vegna sölunnar. Í samtali við vefritið Stundina sagði Bjarki: „Það hafa allir skoðun á þessu máli og hafa kynnt sér málin að miklu leyti,“ segir hann. Fjöldi fólks ætlar að hittast síðdegis í dag og „faðma“ bókasafnið áður en það fjölmennir á bæjarstjórnarfund þar sem sölu hússins verður mótmælt. Eins og fram kom í Skessuhorni í gær samþykkti bæjarráð Stykkishólms á fundi sínum á mánudaginn, með tveimur atkvæðum gegn einu, að selja húseignina Hafnargötu 7 í Stykkishólmi. Kaupandi er Marz-sjávarafurðir ehf. Fyrirtækið hyggst rífa húsið og láta byggja þar nýtt. Salan á húsinu hefur verið afar umdeild, en frá málinu er greint í Skessuhorni sem kom út í gær. Sjá nánar nýlega frétt á Stundinni hér.
Talsverður kurr er í íbúum í dreifbýli Borgarbyggðar vegna óljósra upplýsinga um að til standi að sameina starfsstöðvar í grunnskólum á svæðinu og selja fasteignir. Nokkrir íbúar hafa sett sig í samband við ritstjórn Skessuhorns vegna þessa og sumum þeirra verið mikið niðri fyrir. Segjast líta á grunnskólana sem grunnstoð samfélagsins sem ekki verði hróflað við nema með fullu samráði við alla hagsmunaaðila. Forsvarsmenn Borgarbyggðar hafa undanfarna daga rætt við skólafólk og íbúa á nokkrum lokuðum fundum. Að sögn Guðveigar Önnu Eyglóardóttur, formanns fræðslunefndar og formanns byggðarráðs Borgarbyggðar, hefur verið ákveðið að boða til opins íbúafundar í Hjálmakletti næstkomandi mánudagsvöld þar sem eigna- og skólamál í sveitarfélaginu verða á dagskrá. „Borgarbyggð þarf að ná fram verulegri hagræðingu í rekstri eins og legið hefur fyrir um hríð. Við erum með einna lægstu skatttekjur á íbúa en erum á sama tíma í hópi þeirra sveitarfélaga þar sem útgjöld til skólamála eru hæst miðað við íbúafjölda í samanburði við önnur sveitarfélög af svipum toga. Ef við sjálf náum ekki að koma böndum á taprekstur og versnandi skuldastöðu verða ráðin einfaldlega tekin af okkur. Eftirlitsnefnds með fjármálum sveitarfélaga tekur þá yfir stjórnun fjármála og við höfum þá ekkert um það að segja lengur,“ segir Guðveig Anna í samtali við Skessuhorn. Í fjárhagsáætlun þessa árs kemur fram að Borgarbyggð þurfi að spara 3-5% í fræðslumálum á þessu ári sem svarar til 50-80 milljóna króna. Guðveig segir að starfandi séu tveir vinnuhópar á vegum Borgarbyggðar og eiga þeir að skila tillögum um miðjan apríl. „Annar hópurinn fjallar um mögulega hagræðingu í rekstri skóla en hinn fjallar um sölu fasteigna. Að hluta til skarast hugmyndir þessara hópa. Fundurinn næstkomandi mánudag með íbúum á að gefa þeim kost á að tjá sig um þessi mál áður en nokkrar ákvarðanir verða teknar,“ segir Guðveig. Hún staðfestir við blaðamann að búið sé að halda nokkra fundi með starfsfólki skólanna í Borgarbyggð og kveðst skilja að óljós orðrómur fari illa í fólk. „Markmið okkar er að geta bætt alla þjónustu við nemendur skólanna. Til þess að það sé hægt þurfum við að finna leiðir til að hagræða í daglegum rekstri.“ Samkvæmt heimildum Skessuhorns hafa forsvarsmenn Borgarbyggðar látið þau ummæli falla að meðal tillagna starfshópanna sé að loka Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar og þess hluta skólans á Varmalandi sem verið hefur í gamla húsmæðraskólahúsinu. Nemendum á Varmalandi verði þá öllum kennt undir sama þaki en nemendum á Hvanneyri ekið í grunnskólann í Borgarnesi eða á Kleppjárnsreyki. Hús gamli húsmæðraskólans á Varmalandi og grunnskólahúsið á Hvanneyri yrðu þá seld.
Sinfóníuhljómsveit Íslands verður í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans í kvöld klukkan 19.30. „Sinfóníuhljómsveitin vill ná til sem flestra landsmanna og eru tónleikarnir í kvöld ekki aðeins í háskerpu, heldur einstakir fyrir að vera í beinni sjónvarpsútsendingu og í beinni á Rás 1 eins og síðustu 65 árin. Það hjálpar fjölda manns sem ekki á heimangengt í Hörpu öll kvöld en vill njóta þess að horfa á landslið okkar í tónlist,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Fiðlustjarnan, Nicola Benedetti, leikur einn vinsælasta Mozart-konsertinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikunum í kvöld. Nicola Benedetti er skosk-ítalskur fiðluleikari sem skaust upp á stjörnuhimininn árið 2004 þegar hún bar sigur úr býtum í BBC Young Musician of the Year, aðeins 16 ára. Nú er hún samningsbundin Deutsche Grammophon. Sinfóníuhljómsveit Íslands og Síminn taka höndum saman svo sem flestir geti barið tónleika sveitarinnar augum. „Í samstarfi við Símann opnast möguleikar okkar að miðla með sjónrænum hætti tónleikunum Sinfóníunnar og ná þannig til þeirra sem komast ekki á tónleika okkar í Eldborg, t.d. þeirra sem búa úti á landi eða eiga ekki heimangengt,” segir Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Almenningssamgöngur og stjórnarskipan mest rætt á aðalfundi SSVAðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi var haldinn í Hótel Hamri í Borgarnesi í gær, að loknum aðalfundum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands, Sorpurðunar Vesturlands og Vesturlandsstofu. Í umræðum um skýrslu stjórnar og reikninga SSV sem og í almennum umræðum á fundinum var mest rætt um almenningssamgöngur, sem skilað hefur hagnaði síðustu tvö árin. Í umræðunni kom meðal annars fram í máli Páls S Brynjarssonar framkvæmdastjóra SSV að skoðað yrði að stofna sérstakt félag um almenningssamgöngurnar, enda talið nauðsynlegt í ljósi stærðar verkefnisins. Engar kosningar fóru fram á aðalfundinum enda er á haustfundi samtakanna kosið til tveggja ára. Fyrir fundinum lá þó ein breyting á stjórn þar sem Björgvin Helgason kemur inn í stjórnina sem fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í stað Hjördísar Stefánsdóttur. Í lok fundarins kom fram tillaga frá fimm bæjarfulltrúum á Akranesi. Í tillögunni fólst að stjórn SSV skoðaði allar mögulegar leiðir til að leiðrétta þann lýðræðishalla sem er í stjórninni. Í stjórninni núna eins og ákvarðað var á síðasta ári er einn fulltrúi frá hverju sveitarfélaganna sem eru með færri en 3000 íbúa og tveir fulltrúa frá stærstu sveitarfélögunum; Akraneskaupstað og Borgarbyggð. Á Akranesi og í Borgarbyggð eru 65% íbúar Vesturlands, en þessi sveitarfélög hafa 33% vægi í stjórninni og jafnvel minna ef til kemur að formaður, sem er nú frá hvorugu sveitarfélaginu, þurfi að nýta sitt tvöfalda atkvæðamagn. Þessi tillaga bæjarfulltrúa Akraneskaupstaðar var felld með 12 atkvæðum gegn sex.
Auglýsing
Kosningaraldurinn verður færður niður í 16 ár nái frumvarp fjögurra þingmanna Vinstri grænna og Samfylkingarinnar fram að ganga. Þau Katrín Jakobsdóttir formaður VG, Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar ásamt þingmönnunum, Kristjáni L. Möller og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur lögðu frumvarpið fram fyrir Alþingi í lok þingfundar í gær, en markmið þess er að að styðja við lýðræðislega þátttöku ungs fólks bæði í kosningum sem og stjórnmálastarfi, segir í tilkynningu frá þingmönnunum. Um er að ræða frumvarp til breytingar á stjórnskipunarlögum.
Siglingasamband Íslands hefur hug á að efna til námskeiðs í siglinum fyrir börn á Akranesi í sumar. „Það er mjög fín aðstaða til skútusiglinga við Akranes. Þarna er góður byr. Langisandur er svo frábær frá náttúrunnar hendi fyrir kænur sem eru með lausum kili sem kallað er. Slíka kili er hægt að draga upp í bátana og þeir verða því flatbotna og geta lent beint upp í sandinn. Hins vegar er svolítið erfiðara með sjósetninguna í Akraneshöfn eins og aðstæður eru í dag en það mætti kannski bæta úr því,“ segir Úlfur H. Hróbjartsson formaður Siglingasambandsins í samtali við Skessuhorn. Sjá nánar umfjöllun í Skessuhorni vikunnar.
Hvanneyri er að höfða til fjölskyldufólksÁ undanförnum mánuðum hefur orðið sprengja í fasteignaviðskiptum á Hvanneyri. Þar seldust fimm hús á tíu vikum um áramótin en það hlýtur að teljast til tíðinda í 250 manna byggðarkjarna. Skessuhorn tók tali nokkrar þessara fjölskyldna sem fest hafa kaup á húsnæði nýlega og forvitnaðist um ástæður þess að Hvanneyri varð fyrir valinu. Fram kemur að það skipti unga fólkið miklu máli að grunnstoðir fjölskyldufólks eru til staðar og þykir einnig auðvelt að sækja vinnu utan kjarnans. Hvanneyri sé fjölskylduvænt samfélag með leik- og grunnskóla. Hæfilega langt í burtu frá erli þéttbýlis, en jafnframt stutt sækist menn eftir þjónustu. Sjá viðtal við fern hjón á Hvanneyri í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.
Ferðamenn lentu útaf í erfiðri færðTveir suður kóreskir ferðamenn lentu í kröppum dansi á bílaleigubíl sínum nú á ellefta tímanum í morgun á veginum vestur Mýrar. Þar er nú krapi og hálka og því erfið færð, að sögn blaðamanns Skessuhorns sem kom fólkinu til aðstoðar. Bíll ferðamannanna snarsnérist á veginum og lenti úti í skurði án þess þó að velta. Mennina sakaði ekki en var talsvert brugðið.
Auglýsing
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Auglýsing
Fréttasafn
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is