Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Safnar þú matarforða í kistuna á haustin?
Blaðið
Smáauglýsingar

Húsnæði

Vantar langtímaleigu íbúð 3-4 herb frá 1 janúar 2015 upplýsingar sigrun.pe@simnet.is
Færð á vegum
Kjalarnes 14:00  SSA 3  10°C
Akrafjall 13:40  S 2  10°C
Hafnarfj. 14:00  S 8  10°C
Vatnaleið 14:00  S 8  8°C
Hraunsm. 14:00  SSV 7  9°C
Fróðárh. 14:00  SA 6  6°C
Brattabr. 14:00  SSV 12  7°C
Holtav.h. 14:00  SSV 10  8°C
Laxárd.h. 14:00  SSV 9  9°C
Svínad. 14:00  SSV 7  9°C
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
Eldur kom upp í Brekkubæjarskóla á Akranesi um klukkan eitt í dag. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar kom skjótt á vettvang og greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Hann var ekki mikill að sögn Björns Þórhallssonar varaslökkviliðsstjóra. Að sögn lögreglunnar á Akranesi voru tildrög eldsins þau að drengur var að fikta með skoteld. Brenndist drengurinn við það og er hann nú á leið á sjúkrahús í Reykjavík. Björn varaslökkviliðsstjóri sagði starfsfólks skólans hafa brugðist hárrétt við. Rýming hafði farið fram um það leyti sem slökkviliðsmenn mættu á staðinn og búið að telja börnin út úr skólanum. Eldurinn var í kennslurými á þriðju hæð í gamla hluta skólans og náði starfsfólk að stöðva útbreiðslu hans. Foreldrar barna á yngsta stigi eru að ná í börn sín í skólann en börnunum var mörgum töluvert brugðið, að sögn lögreglu. Búið er að reykræsta húsnæðið og er tjón á því talið óverulegt. Samkvæmt því sem Skessuhorn hefur fregnað verður hægt að ljúka kennslu í eldri deildum skólanum í dag.
Barátta í leik Snæfell og ÍR í síðustu viku. Ljósm. sá.
Þrátt fyrir sjö stiga tap gegn KR sl. föstudagskvöld í Vesturbænum í Reykjavík fer karlalið Snæfells í 8-liða úrslit Lengjubikarsins. Bæði Snæfell og KR lögðu ÍR að velli sem var þriðja liðið í riðlinum. Snæfell sigraði ÍR 76:66 í leik sem fram fór í Hólminum sl. miðvikudagskvöld. Snæfell mætir Tindastóli í 8-liða úrslitunum annað kvöld, þriðjudag. KR-ingar byrjuðu betur í leiknum á föstudagskvöldið. Þeir voru fjórum stigum yfir í hálfleik 35:31. Heimamenn bættu við forskotið í þriðja leikhluta og lögðu þar grunn að sigrinum. Snæfellingar voru ellefu stigum undir þegar lokafjórðunginn hófst og tókst ekki að vinna upp þann mun. Atkvæðamestur hjá Snæfelli var Austin Magnus Bracey með 18 stig, Snjólfur Björnsson kom næstur með 15 stig, Sigurður Á Þorvaldsson og William Henry Nelsson skoruðu hvor um sig 11 stig, Stefán Karel Torfason 10, Sveinn Arnar Davíðsson 3 og Sindri Davíðsson 2.
Auglýsing
Guttormur Jónsson húsgagnasmiður og myndlistarmaður á Akranesi varð bráðkvaddur aðfararnótt sunnudagsins 14. september. Guttormur fæddist í Reykjavík 13. maí 1942 sonur Gretu Björnsson listmálara og Jóns Björnssonar málarameistari. Hann ólst upp í Laugartungu við Engjaveg í Laugardalnum þar sem nú er Grasagarður Reykjavíkur. Systur Guttorms eru Betty (látin), Karin, Margrét (látin) og Sigurbjörg. Árið 1962 giftist Guttormur Emilíu Petreu Árnadóttur fyrrverandi forstöðukonu dagdeildar Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi. Börn þeirra eru Helena myndlistarmaður og lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands og Lárus Bjarni málarameistari í Reykjavík. Helena á drengina Axel Mána og Guttorm Jón með Gísla Baldri Henrysyni. Kona Lárusar er Hildur Jónína Þórisdóttir þroskaþjálfi og eiga þau Þóri Hlyn, Halldór Kristinn, Bárð Bjarka, Aðalstein og Emilíu Margréti. Guttormur gekk í Laugarnes- og Langholtsskóla. Eftir það stundaði hann nám í húsgagnasmíði við Iðnskóla Reykjavíkur, þaðan sem hann lauk sveinsprófi sumarið 1963. Hann hafði mikinn áhuga á útivist og skíðamennsku og var virkur félagi í Ármanni. Þá vann hann mörg sumur á Kili við smíðar á skíðaskólanum í Kerlingarfjöllum og húsi Veðurstofu Íslands á Hveravöllum. Guttormur bjó öll sín búskaparár á Akranesi. Fyrstu árin vann hann í trésmiðjunni Akri en síðan hjá Þorgeir & Ellert. Árið 1981 hóf hann störf við Byggðasafnið að Görðum þar sem hann starfaði við forvörslu þar til hann komst á eftirlaun. Með vinnu stundaði hann í fjögur ár nám við myndhöggvaradeild Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hann hélt nokkrar einkasýningar, m.a. á Kjarvalsstöðum árið 1986 og tók þátt í fjölda samsýninga. Síðasta sýning Guttorms var á Safnasvæðinu í Görðum á Vökudögum sl. haust. Á Akranesi eru fjögur útilistaverk eftir Guttorm. Þá vann hann að sérsmíði við kvikmyndina Parardísaheimt og einnig að viðgerðum á verkum eftir Ásmund Sveinsson fyrir Listasafn Reykjavíkur. Guttormur var útnefndur bæjarlistamaður Akraneskaupstaðar árið 1994. Útför Guttorms Jónssonar verður gerð frá Akraneskirkju miðvikudaginn 24. september klukkan 14. Völundur Eftir Guttorm Jónsson liggur mikið ævistarf og hefur fjölskylda hans áhuga á að taka saman bók um helstu verk hans á sviði húsgagnasmíði, forvörslu og listsköpunar. Þeir sem hafa hug á að leggja málefninu lið geta lagt inn á reikninginn: Völundur - banki 0326-13-110118 Kt. 260663-7399.
Tólf taka sæti í nýrri stjórn Samtaka sveitarfélaga á VesturlandiÁ aðalfundi SSV sem fram fór í Búðardal síðastliðinn fimmtudag var í fyrsta skipti kosið í stjórn samtakanna samkvæmt nýju fyrirkomulagi. Nú hefur stjórnarmönnum verið fjölgað í 12 í stað sjö áður. Öll tíu sveitarfélögin í landshlutanum eiga sinn fulltrúa í stjórn en þau tvö sveitarfélög sem hafa yfir þrjú þúsund íbúa eiga tvo fulltrúa. Ef til þess kemur hefur formaður stjórnar tvöfalt atkvæðavægi. Aðalfundur kaus formann stjórnar og kemur það í hlut Ingveldar Guðmundsdóttur í Dalabyggð að veita samtökunum formennsku. Tekur hún við af Gunnari Sigurðssyni á Akranesi. Aðrir í stjórn verða: Valgarð Líndal Jónsson, Rakel Óskarsdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Guðveig Eyglóardóttir, Eggert Kjartansson, Eyþór Garðarsson, Sif Matthíasdóttir, Hjördís Stefánsdóttir, Árni Hjörleifsson, Kristín Björg Árnadóttir og Hafdís Bjarnadóttir. Ítarlega verður sagt frá aðalfundi SSV í Skessuhorni nk. miðvikudag.
Auglýsing
Síðasta umferð 1. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu fór fram sl. laugardag. Víkingur Ólafsvík sótti Hauka heim á Ásvelli í Hafnarfirði. Leikurinn var jafn og einkenndist af mikilli baráttu. Ólafsvíkingar komust yfir í leiknum þegar Eyþór Helgi Birgisson skoraði á 26. mínútu. Haukar jöfnuðu á 39. mínútu og náðu síðan að knýja fram sigur á 83. mínútu. Við tapið féll Víkingur úr 3. sæti deildarinnar niður í það fjórða. Þróttur sem á sama tíma sigraði KV skaust upp í 3. sætið. Víkingur hlaut 36 stig, einu stigi minna en Þróttur en stigi meira en Grindavík sem varð í 5. sætinu. Keppni var jöfn í 1. deildinni í sumar og örlítið stigabil á milli liðanna frá þriðja sætinu og niður í það áttunda. Eins og fram hefur komið verða það Leiknir og ÍA sem fara upp í deild þeirra bestu næsta sumar.
Skagamenn enduðu á jafntefli fyrir norðan - Garðar markakóngurÍ lokaumferð 1. deildar karla í fótbolta sl. laugardag fóru Skagamenn norður á Akureyri og mættu KA. Lokatölur urðu 2:2 og þar með var staðreynd eina jafntefli ÍA í deildinni í sumar. KA-menn komust yfir snemma leiks en Garðar Gunnlaugsson var búinn að jafna metin áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður. Var það 19. mark Garðars í sumar og varð hann langmarkhæstur í deildinni. Jafnt var í hálfleik en mörk bættust síðan við í byrjun seinni hálfleiks. KA-menn komust yfir í 2:1 en Eggert Kári Karlsson jafnaði 2:2 tveimur mínútum síðar. Jafn baráttuleikur fjaraði síðan út án þess að fleiri mörk væru skoruð. Hálfur mánuður er síðan ÍA tryggði sér sæti í efstu deild og náði markmiðinu sem leikmenn og þjálfarar settu fyrir tímabilið. Liðið hafnaði í 2. sæti í 1. deildinni með 43 stig, fimm stigum minna en Leiknir sem varð deildarmeistari og sex stigum meira en Þróttur sem varð í öðru sætinu.
Skallagrímur úr leik í LengjubikarnumGeysilega spennandi og skemmtilegur körfuboltaleikur fór fram í íþróttahúsinu í Borgarnesi sl. föstudagskvöld þegar Keflvíkingar sóttu Skallagrím heim í Lengjubikarnum. Lokamínúturnar voru spennuþrungnar þar sem Keflvíkingar náðu að knýja fram eins stigs sigur á ögurstundu. Lokatölur 90:89 og Suðurnesjamenn fara í 8-liða úrslitin úr riðlinum ásamt Stjörnumönnum, sem Skallagrímsmenn töpuðu fyrir með tíu stiga mun í Garðabænum fyrr í vikunni, 74:84. Skallagrímsmenn byrjuðu leikinn betur gegn Keflvíkingum og höfðu tíu stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. Lítið var um varnarleik í öðrum leikhluta sem gestirnir unnu 33:21 og höfðu þeir því tveggja stiga forskot í hálfleik, 46:44. Keflvíkingar voru ívið sterkari í upphafi seinni hálfleiks og leiddu með sex stigum fyrir lokafjórðunginn. Þá var allt í járnum og gátu gestirnir hrósað happi að fara með sigur af hólmi. Hjá Skallagrími var Tracey Smith atkvæðamestur með 28 stig, Sigtryggur Arnar Björnsson kom næstur með 23 stig, Davíð Guðmundsson skoraði 12, Davíð Ásgeirsson 11, Atli Aðalsteinsson 10 og Egill Egilsson 5.
Þriðji flokkur ÍA Íslandsmeistari í knattspyrnuStrákarnir í þriðja flokki ÍA tryggðu sér Íslandmeistaratitilinn í knattspyrnu í flokki B-liða á föstudaginn. Liðið vann þá KR í hreinum úrslitaleik um titilinn með tveimur mörkum gegn engu á Akranesvelli. Talsverð rigning var á Skipaskaga þennan föstudag en þó lagði fjöldi fólks leið sína á völlinn til að hvetja strákanna til dáða. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en í þeim síðari tóku heimamenn öll völd. Á 52. mínútu skoraði Þórir Halldórsson fyrsta mark leiksins og kom þeim gulklæddu yfir. Þegar um tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma jók svo Auðunn Ingi Hrólfsson forystuna í tvö mörk. Fleiri urðu mörkin ekki og Skagamenn því Íslandsmeistarar B-liða í þriðja flokki karla. Yngri flokkar ÍA hafa átt góði gengi að fagna í sumar en þetta er annar Íslandsmeistaratitill Skagamanna þetta tímabilið. Fyrr í haust varð fjórði flokkur kvenna einnig Íslandsmeistari B-liða og þá urðu strákarnir í öðru flokki karla í öðru sæti á Íslandmótinu í sumar.
Fréttasafn
Leit á vefnum
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is