Auglýsing
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hversu margar smákökusortir eru bakaðar á þínu heimili fyrir jólin?
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

Bækur um Vesturland og Vestlendinga

Byggðir Borgarfjarðar I-IV. Ættir Akurnesinga I-IV. Héraðssaga Borgarfjarðar. Mýramannaþættir. Hvann...
Færð á vegum
Kjalarnes 20:40  ASA 8  -3°C
Akrafjall 20:40  NNV 1  -1°C
Hafnarfj. 20:40  NNA 0  -2°C
Vatnaleið 20:40  ANA 1  -4°C
Hraunsm. 20:40  A 3  -2°C
Fróðárh. 20:40  ANA 7  -3°C
Brattabr. 20:40  SV 1  -5°C
Holtav.h. 20:40  N 2  -6°C
Laxárd.h. 20:40  NA 7  -4°C
Svínad. 20:40  NNA 6  -3°C
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
Full ástæða er til að vara við hálku Vestanlands. Víða er flughált og mun sjálfsagt versna enn í kvöld og nótt þegar frystir. Fólk ætti ekki að hætta sér af stað á bílum sínum nema þeir séu búnir góðum dekkjum. Sé fólk enn með bíla sína á sumardekkjum þá er glapræði að reyna ökuferð á þeim við þessar aðstæður. Blaðamaður Skessuhorns sem var á ferð um vegi Vesturlands í dag tók meðfylgjandi mynd nú síðdegis af bíl sem hafði farið út af veginum norðan Akrafjalls við afleggjarann að Melahverfi. Mildi var að ekki fór verr þarna því eins og sjá má er vegkanturinn brattur. Enginn meiddist og ekki voru miklar skemmdir sjáanlegar á bílnum. Jeppi dró bílinn aftur upp á veg.
Heiðar Birnir Torleifsson, knattspyrnuþjálfari hjá Coerver knattspyrnuskólanum.
Dagana 18.-20. desember næstkomandi verður haldið námskeið á Akranesi á vegum Coerver knattspyrnuskólans. Fyrirtækið var stofnað árið 1984 og starfar í yfir 50 löndum. Á 30 ára afmæli skólans í fyrra fékk hann verðlaun frá alþjóðaknattspyrnu-sambandinu FIFA og er það í fyrsta og eina skiptið sem sambandið hefur verðlaunað sérstaklega fyrirtæki innan knattspyrnuhreyfingarinnar. „Coerver sérhæfir sig í knattspyrnuþjálfun og sérstaklega þjálfun barna og unglinga. Skólinn er kenndur við Weil Coerver, hollenskan knattspyrnuþjálfara sem var frumkvöðull í að kenna tækni og líta á tækni sem eitthvað sem að hægt er að kenna með kerfisbundnum hætti,“ segir Heiðar Birnir Torleifsson knattspyrnuþjálfari í samtali við Skessuhorn. „En síðan eru liðin mörg ár, eins og sagt er og við erum að klára okkar þriðja ár með knattspyrnuskólann hér á landi. Á þessu ári hafa komið til okkar yfir þúsund krakkar og um 150 þjálfarar á þjálfaranámskeiðin,“ segir Heiðar. Að sögn hans byggja námskeið knattspyrnuskólans á þeirri hugmynd að tæknileg færni sé eitthvað sem allir geti lært. „Þetta byrjar á æfingum með bolta sem eru stöðugt gerðar erfiðari. Svo er hraða bætt við eins fljótt og hægt er og því næst er allt sem krakkarnir hafa lært sett inn í leikaðstæður,“ segir hann og bætir því við að allt sem kennt er eigi að geta nýst í leik. „Þetta snýst um að gefa leikmönnunum verkfæri. Til dæmis með því að taka annan leikmann með gabbhreyfingu, þá er búið til svæði til að senda boltann, skjóta eða rekja hann áfram,“ segir Heiðar og bætir því við að ýmsir þættir knattspyrnunnar hafi ef til vill ekki fengið nægilega mikla athygli við þjálfun hér á landi í gegnum tíðina. „Ég hef oft vitnaði í franska rannsókn, sem reyndar er orðin 20 ára gömul. Þar kom í ljós að staðan einn á móti einum kemur upp að meðaltali 300 sinnum í leik í ellefu manna bolta. Leikmenn verða að geta leyst þá stöðu. Hér heima hefur í gegnum tíðina meira verið einblínt á til dæmis móttökur og sendingar,“ segir hann. Námskeiðið á Akranesi er ætlað drengjum og stúlkum í 3.-6. flokki og tekur Heiðar það skýrt fram að allir geti tekið þátt. „Þetta er fyrir alla sem hafa áhuga á knattspyrnu og áhuga á að æfa, því við höfum trú á því að allir geti lært,“ segir hann og bætir því við að þeir sem taki þátt muni bæði hafa gaman af og bæta færni sína. „Þegar krökkunum finnst gaman þá gengur þeim betur að læra og við höfum það að leiðarljósi og þeir sem koma til okkar munu sjá skýrar framfarir, ekki spurning. Þó námskeiði sé bara ein helgi þá sjáum við alltaf skýrar framfarir hjá þátttakendum,“ segir Heiðar að lokum. Áhugasömum er bent á að nánari upplýsingar, þar á meðal um skráningu má finna á www.coerver.is
Auglýsing
Næg eftirspurn eftir reiðkennslu í BorgarfirðinumÁ hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal hefur átt sér stað mikil uppbygging undanfarin ár. Blaðamaður kíkti í heimsókn til Hauks Bjarnasonar og Randi Holaker en þau hafa verið að bjóða upp á reiðnámskeið og þjálfun á hrossum í nýrri reiðskemmu sem byggð hefur verið á bænum. Haukur hefur alltaf búið á Skáney og þar ólst hann upp við hestamennskuna. Það kom því væntanlega engum á óvart þegar hann fór í Hólaskóla og tók stefnuna á framtíð sem tamningamaður og reiðkennari. Randi kemur frá Noregi og er einnig útskrifuð tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, þar sem þau kynntust. Hún byrjaði sjö ára gömul í reiðskóla og eignaðist sinn fyrsta hest 13 ára gömul og eignast svo sinn fyrsta íslenska hest tveimur árum seinna. Rætt er við þau í Skessuhorni vikunnar.
Alls bárust 24 umsóknir um starf forstöðumanns menningar- og safnamála hjá Akraneskaupstað. Starfið var auglýst um miðjan október og rann umsóknarfresturinn út 9. nóvember síðastliðinn. Ráðningarferli stendur yfir um þessar mundir en ráðningarstofan Hagvangur var fengin til að annast umsóknarferlið og sér um úrvinnslu umsókna í samstarfi við bæjaryfirvöld á Akranesi. Nöfn umsækjendanna 24 eru: Anna Leif Elídóttir, verkefnastjóri Arthúr Vilhelm Jóhannesson, MBA Áslaug Maack Pétursdóttir, MPM Birgitta Ásgrímsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Bryndís Brynjarsdóttir, grunnskólakennari Brynja Valdimarsdóttir, safngæsla og leiðsögn Drífa Gústafsdóttir, skipulagsfræðingur Eiríkur P. Jörundsson, menningarráðgjafi Ella María Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, héraðsskjalavörður Guðmundur E. Finnsson, tækniráðgjafi og viðburðarstjóri Guðrún Svava Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Gunnar Kristinn Þórðarson, MPA Heiðrún Eva Konráðsdóttir, leiðbeinandi Helga Þórsdóttir, myndlistarmaður Inga Rósa Loftsdóttir, veitingastjóri Kristrún Kristinsdóttir, nemi Lind Völundardóttir, framkvæmdastjóri Margrét Hermanns- Auðardóttir, Phil.Dr. Ómar Örn Kristófersson, aðstoðarverslunarstjóri Pétur Jónsson, markaðsstjóri Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, menningarfulltrúi Sólveig Dagmar Þórisdóttir, ferðaráðgjafi Tryggvi Dór Gíslason, forstöðumaður
Verkalýðsfélag Akraness boðar til neyðarfundarVerkalýðsfélag Akraness hefur boðað til neyðarfundar í dag með starfsmönnum Akraneskaupstaðar. Í fundarboði verkalýðsfélagsins segir að ástæðan fyrir fundinum sé djúpstæður ágreiningur félagsins í kjarasamningsviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Verkalýðsfélagið hefur gagnrýnt harðlega SALEK-samkomulagið sem snýst um að færa kjarasamningagerð í átt að því sem tíðkast á Norðurlöndum, þar sem mið er tekið af svigrúmi samkeppnisgreina og samið út frá því. Á vefsíðu VLFA segir að samkomulagið geti verið gróft brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur enda gangi það út á að skerða stórkostlegan frjálsan samningsrétt íslenskra stéttarfélaga. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur nú krafist þess að Verkalýðsfélag Akraness falli frá máli sem rekið er fyrir Félagsdómi og að félagið skrifi undir samskonar samning og 35 stéttarfélög á landinu hafa gert, þar sem búið er að hengja SALEK samkomulagið við kjarasamninginn. „VLFA gerir ekki ýkja miklar athugasemdir við launabreytingar samningsins enda eru þær innan þeirra væntinga sem félagið hafði hvað launahækkanir til handa starfsmönnum Akraneskaupstaðar varðar. Hinsvegar kemur ekki til greina að skrifa undir samkomulag með svokölluðu SALEK samkomulagi því forsvarsmenn félagsins eru löghlýðið fólk og skrifar ekki undir samkomulag sem yfirgnæfandi líkur eru á að sé brot á íslenskum lögum,“ segir í frétt VLFA sem að endingu hvetur alla sem starfa hjá Akraneskaupstað til að mæta á fundinn sem verður haldinn í hátíðarsal íþróttamiðstöðvarinnar að Jaðarsbökkum klukkan 17 í dag, föstudag.
Aðalfundur Íbúasamtaka Hvanneyrar fór fram á þriðjudaginn í liðinni viku. Þar var samþykkt ályktun varðandi áætlaðar breytingar sveitarstjórnar Borgarbyggðar á skólahaldi á Hvanneyri. Í henni var farið fram á að sveitarstjórn Borgarbyggðar dragi til baka ákvörðun sína um breytingar á skólahaldi á Hvanneyri sem tekin var 11. júní síðastliðinn. Þá segir m.a. í ítarlegri bókun sem samþykkt var: „Nú liggja fyrir upplýsingar frá sérfræðingi hjá Innanríkisráðuneytinu um að framlag Jöfnunarsjóðs til Borgarbyggðar lækki um 20 milljónir króna vegna þessara breytinga en sveitarstjórn láðist að taka þessa upphæð með í sína sparnaðarútreikninga sem er ámælisvert í einu orði sagt. Í ljósi þessara nýju upplýsinga, ásamt betri stöðu sveitasjóðs frá því að ákvörðun var tekin, er ljóst að umrædd ákvörðun sveitarstjórnar stendur á enn meiri brauðfótum en leit út fyrir í upphafi. Það er að auki lágmarkskrafa íbúa sérhvers lýðræðissamfélags að kjörnir fulltrúar taki ákvarðanir á grundvelli réttra upplýsinga, sérstaklega þegar um svo íþyngjandi ákvörðun er að ræða eins og í þessu tilfelli.“ Þá segir í ályktun fundarins að mörg jákvæð teikn séu á lofti í byggðaþróun og atvinnuuppbyggingu víðsvegar í sveitarfélaginu en fundarmenn lýstu furðu sinni og vonbrigðum yfir því hversu litla athygli þessi góðu verk fá frá meirihluta sveitarstjórnar sem virðist einblína á niðurrif og sundrungu. „Ákvörðun sveitarstjórnar hefur valdið íbúum á skólasvæði Hvanneyradeildar GBF og í reynd íbúum Borgarbyggðar allrar ómældum skaða og vanlíðan. Fundarmenn gera þá kröfu að sveitarstjórn Borgarbyggðar sjái sóma sinn í því að draga ákvörðun sína um breytingar á skólahaldi á Hvanneyri frá 11. júní síðastliðnum til baka og haldi áfram að reka þar grunnskóla fyrir a.m.k. 1.-4. bekk. Fundarmenn eru sannfærðir um að það sé Borgarbyggð allri til heilla. Þá telur fundurinn að gefnu tilefni ástæðu til að minna á að kjörnir fulltrúar hafa umboð sitt frá íbúum og bera fulltrúarnir lagalega skyldu til að gæta meðalhófs í hvívetna, samanber 12. grein stjórnsýslulaga (nr. 37/1993). Ekki verður með nokkru móti séð að meðalhófs hafi verið gætt með ákvörðun sveitarstjórnar um lokun Hvanneyrardeildar GBF. Öllu heldur er ákvörðunin mjög íþyngjandi fyrir börn skólasvæðisins, íbúa og samfélagið allt. Fundarmenn telja ekki til of mikils ætlast að haft sé samráð við íbúa varðandi ákvarðanir sem teknar eru um það samfélag sem þeir hafa byggt upp og búa í. Það skal undirstrikað að í 12. grein stjórnsýslulaga segir: ,,Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti". Markmiðið um fjárhagslegan ávinning er að engu orðið og ljóst er að tapið er þegar orðið mikið og getur það orðið enn meira ef ákvörðun sveitarstjórnar stendur. Fundarmenn telja löngu tímabært að íbúar og sveitarstjórn snúi bökum saman og vinni að uppbyggingu og ímyndarsköpun fyrir Borgarbyggð, sveitarfélaginu til hagsbóta. Félagar í Íbúasamtökum Hvanneyrar og nágrennis munu ekki láta sitt eftir liggja í að vinna að þessari uppbyggingu í sátt og samlyndi við sveitarstjórn Borgarbyggðar. Vinnum saman!“
Skipstjóri og athafnamaður á fiskimiðum Vesturlands Ævisaga Jóns Magnússonar skipstjóra og útgerðarmanns á Patreksfirði er komin út. Hún heitir „Þetta var nú bara svona,“ og er færð í letur af Jóhanni Guðna Reynissyni. Þar rifjar Jón upp ævi sína og starfsferil frá því hann ólst upp sem lítill drengur á Patreksfirði og allt fram á þennan dag. Jón fæddist 1930 og er því 85 ára í dag. „Það var helvítis harkan. Þegar ég var eins árs fékk ég lugnabólgu. Og það dóu flestir sem fengu lungnabólgu á þessum tíma. Pabbi sótti lækni sem var nú svona einum of blautur. Þegar hann kemur inn í húsið og sér „kvikindið“ – sem var ég, hvað heldurðu að hann segi: „Hann drepst. Komdu með kaffi.“ Og brennivín út í eins og alltaf var gert í gamla daga. En ég drapst ekki,“ segir Jón í bókinni. Nánar er sagt frá bókinni í Skessuhorni vikunnar.
Starfar sem prjónahönnuður í NoregiHrönn Jónsdóttir flutti með fjölskyldu sinni til Noregs í kjölfar efnahagskreppunnar sem skall á Íslandi haustið 2008. Þar hefur henni vegnað vel. Hún er nú hönnuður og verkefnastjóri við hönnunardeild eins stærsta garnframleiðslufyrirtækis Noregs. Hrönn er Vestlendingur, fædd og uppalin í Búðardal. „Pabbi er ættaður frá Reykhólasveitinni og mamma úr Staðarsveitinni þannig það má segja að þau hafi mæst á miðri leið þegar þau settust að í Búðardal. Þar fæddist ég árið 1981 og ólst upp. Síðan fór ég til Reykjavíkur í framhaldsskóla 16 ára gömul. Unglingarnir á landsbyggðinni þurfa oft að fara snemma að heiman til náms. Skólagangan mín varð því miður endaslepp. Ég hætti í framhaldsskólanum eftir eitt og hálft ár. Manni lá svo á að fara að lifa. Ég eignaðist svo mitt fyrsta barn, soninn Atla Þorgeir, í desember 1998, þá tæplega 18 ára.“ Hrönn fór út á vinnumarkaðinn og hefur lítið sest á skólabekk síðan. „Þrátt fyrir formlegan menntunarskort þá hef ég alltaf unnið við spennandi og skemmtilega hluti og aldrei fundið fyrir öðru en tilhlökkun yfir því að mæta til vinnu. Ég datt meðal annars inn í starf á efnafræðistofu þar sem voru framleidd prófefni fyrir ýmsar rannsóknir. Það var mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf sem kenndi mér margt. En ég hef einnig unnið við afgreiðslustörf, m.a. í bakaríi og sjoppu. Ég kynntist Tony, fyrrum sambýlismanni mínum, árið 2000. Upp úr aldamótum bjuggum við til skamms tíma í Noregi en fórum svo aftur til Íslands. Dæturnar Herborg Konný og Iðunn Iren bættust við fjölskylduna árin 2007 og 2009. Síðustu árin á Íslandi vann ég í sænskum gjaldeyrisbanka, sem hafði sett á fót útibú í Reykjavík. Þar var hægt að kaupa gjaldeyri sem ekki fékkst í íslensku bönkunum. Með gjaldeyrishöftunum í kjölfar bankahrunsins árið 2008 var fótunum kippt undan starfseminni. Það var sjálfhætt og ég missti vinnuna, þá í fæðingarorlofi eftir fæðingu yngstu dótturinnar,“ rifjar Hrönn upp. Hún segir að í kjölfar þessa hafi þau tekið þá ákvörðun að flytja af landi brott. „Tony er Norðmaður, og hefur menntun og reynslu sem gerði honum auðvelt að fá vinnu við olíuiðnaðinn í Noregi, svo að í ágúst 2009 fluttum við með börnin þrjú til Stafangurssvæðisins í suðvestur Noregi þar sem mikið er um olíutengd störf. Fyrsta árið var ég heimavinnandi með börnin, en svo komust stelpurnar að á leikskóla og ég fór að leita mér að vinnu.“ Í Skessuhorni vikunnar, þar sem rætt er við Hrönn, segir hún meðal annars frá því hvernig það æxlaðist að hún stýrir nú prjónahönnunardeild í risastóru garnfyrirtæki.
Auglýsing
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Auglýsing
Fréttasafn
Auglýsing
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is