Auglýsing
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver/jir sjá um þvottavélastjórnun á þínu heimili?
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

ÓSKA eftir að kaupa Daihatsu Feroza óryðgaða og í lagi

Óska eftir að kaupa Daihatsu Feroza í lagi og óryðgaða Uppl. í s: 6962334
Færð á vegum
Kjalarnes 13:40  VSV 2  11°C
Akrafjall 13:40  SSA 1  11°C
Hafnarfj. 13:40  SSV 3  11°C
Vatnaleið 13:40  SSA 6  7°C
Hraunsm. 13:40  A 5  9°C
Fróðárh. 13:40  SA 4  6°C
Brattabr. 13:40  SV 5  8°C
Holtav.h. 13:40  SV 7  7°C
Laxárd.h. 13:40  SV 5  9°C
Svínad. 13:40  S 5  9°C
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
Markaðsstofa Vesturlands hlaut styrk úr Menningarráði Vesturlands til vinnslu á verkefninu "Visit the locals." Verkefnið var unnið í samstarfi við Búdrýgindi ehf. sem sá um upptökur. „Við fengum styrk til að kynna aðila á Vesturlandi sem bjóða upp á persónulega heimsókn,“ segir Kristján Guðmundsson forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands í samtali við Skessuhorn. Erpsstaðir í Dölum er kúabú þar sem boðið er upp á ýmsar mjólkurafurðir sem unnar eru á bænum. Þangað eru gestir velkomnir í heimsókn og geta þeir fengið að klappa dýrunum á bænum, skoða fjósið og að smakka margskonar góðgæti.
Markaðsstofa Vesturlands hlaut styrk úr Menningarráði Vesturlands til vinnslu á verkefninu "Visit the locals." Verkefnið var unnið í samstarfi við Búdrýgindi ehf. sem sá um upptökur. „Við fengum styrk til að kynna aðila á Vesturlandi sem bjóða upp á persónulega heimsókn,“ segir Kristján Guðmundsson forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands í samtali við Skessuhorn. Ef þú vilt kynna þér fjárbúskap á Íslandi er tilvalið að kíkja við í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Dölum. Þar búa Halla Sigríður Steinólfsdóttir og Guðmundur Gíslason og taka þau vel á móti gestum. Á bænum eru 500 kindur, þrír fjárhundar, hænur, hani og býflugur.
Auglýsing
Íbúar í Flatey hafa óskað eftir því að stjórnsýsla eyjunnar, sem heyrir undir Reykhólahrepp, verði færð yfir á Snæfellsnes og að eyjan verði framvegis hluti af Stykkishólmsbæ. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 mánudaginn 24. ágúst síðastliðinn. Í viðtali sagði Magnús Jónsson, bóndi í Flatey, að Flateyingar ættu ekki hljómgrunn með Reykhólahreppi lengur, þeir ættu mun frekar samleið með Stykkishólmsbæ, þangað sem þeir sæktu alla sína þjónustu. Enn fremur færu allar samgöngur til og frá eyjunni í gegnum Stykkishólm, en Breiðafjarðarferjan Baldur siglir reglulega milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Haft er eftir Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur að Reykhólahreppur vilji halda Flatey, meðal annars vegna sögulegra tengsla. Hreppurinn hafi ekki fengið formlegt erindi frá íbúum Flateyjar, það hafi verið sent Stykkishólmsbæ og Reykhólahreppur sjái ekki ástæðu til að svara því. Sjö íbúar eru með lögheimili sitt í Flatey en yfir sumartímann dvelja þar að jafnaði um og yfir eitt hundrað manns.
Kaupfélag Borgfirðinga heldur sína árlegu sumarhátíð á morgun, laugardag frá klukkan 12 til 16. Þetta er í áttunda skipti sem hátíðin fer fram og verður hún með svipuðu sniði í ár og undanfarin sumur. „Þetta er hátíð sem við viljum halda fyrir okkar viðskiptavini og alla aðra sem vilja kíkja í heimsókn. Boðið verður upp á ís, pylsur, nammi og gos fyrir gesti og gangandi. Krýndir verða íslandsmeistarar í reiptogi og keppt í hornstaurakasti þar sem skráð er á staðnum. Gríðarlega öflugur prúttmarkaður verður og hvetjum við alla til að mæta góðir í prúttið,“ segir Margrét Katrín Guðnadóttir verslunarstjóri KB í samtali við Skessuhorn. Þá verða ýmis fyrirtæki með kynningu á vörum sínum og þjónustu og jafnvel von á fleiri en síðustu ár. Þar getur fólk smakkað og keypt ýmsan varning á góðu verði. „Þarna verða fyrirtæki á borð við MS, Eðalfisk, N1, Glerborg, Frístundahús og R2 Agró, auk annarra. Húsdýr verða til sýnis og teymt verður undir börnum á hestum í boði Reiðskóla Guðrúnar Fjeldsted.“
Sumarhátíðin Hvalfjarðardagar verða haldnir um þessa helgi og hefst dagskráin í dag, föstudag. Þetta er í annað skripti sem hátíðin spannar heila helgi. Upphaf Hvalfjarðadaga má rekja til töðugjalda og sumarlokahátíðar sem fyrst var haldin fyrir átta árum. Hvalfjarðardagurinn var svo haldinn í fyrsta skipti fyrir fjórum árum og þá af frumkvæði aðila í ferðaþjónustu í sveitinni. Menningar- og atvinnuþróunarnefnd sveitafélagsins hefur einnig komið að skipulagi hátíðarinnar síðustu ár. Heiður Hallfreðsdóttir frá Kambshóli sér um hátíðina fyrir hönd undirbúningshóps Hvalfjarðardaga. Í spjalli blaðamanns við Heiði kom eftirfarandi fram: Áhersla er lögð á fjölbreytta dagskrá um alla sveit og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefst í dag með erindi frá Safnahúsi Borgarfjarðar að Hlöðum. Fjallað verður um sérstöðu sýningarinnar Gleym þeim ey. Sagt verður frá Helgu Pétursdóttur frá Draghálsi og verður það Þóra Elfa Björnsson, barnabarn Helgu Pétursdóttur, og Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahússins sem koma og segja frá. Í kvöld verður svo sveitagrill í Fannahlíð en þar koma sveitungar og aðrir gestir saman og grilla. Þessi liður hátíðarinnar var nýr á síðasta ári og stimplaði sig vel inn í hátíðina svo ákveðið var að halda þessu áfram í ár. Eitthvað fyrir alla á laugardeginum Fjölbreytt dagskrá verður á laugardeginum en þá verður Hvalfjarðarhlaupið haldið í fyrsta sinn en það er skipulagt af ungmenna- og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveitar. Hægt verður að velja um þrjár vegalengdir til að hlaupa; 5, 7 og 14 km. með tímatöku. Veitt verða verðlaun fyrir fyrsta sæti karla og kvenna í þremur aldursflokkum. Skráning í hlaupið er á www.hlaup.is. Sjóbaðsfélag Akraness stendur fyrir Helgusundi. Synt verður úr Geirshólma yfir í land við Helguvík og er leiðin um 1.600 metra löng. Björgunarfélag Akraness verður sundfólki innan handar á leiðinni. Áhugasamir geta skráð sig á hvalfjardardagar@hvalfjardarsveit.is. Risastóri sveitamarkaðurinn Stóri sveitamarkaðurinn verður á sínum stað á Þórisstöðum og hefur hann aldrei verið stærri en í ár. Partýljón Ískra daga mun halda uppi stemningunni, spákona verður á svæðinu, boðið verður upp á fjölskyldujóga og teymt verður undir börnum. Á Bjarteyjarsandi verður fjölbreytt dagskrá. Morgunstund með dýrum og súputónleikar í hlöðunni. María Jónsdóttir söngkona og Óskar Magnússon gítarleikari ætla að flytja ástarljóð ýmissa tónskálda frá liðnum tímum og til okkar daga og ljúffeng uppskerusúpa úr fersku hráefni og heimabakað brauð verður á boðstólnum. Ferstikluskáli mun bjóða upp á ís og pylsur fyrir gesti. Hernámssetrið verður opið og verður tveir fyrir einn á safnið og glaðningar fyrir börnin. Á laugardagskvöldinu verður pubquiz trúbadorstemning á Kaffi Koti á Þórisstöðum. Glæsileg sýning í Hallgrímskirkju Á sunnudeginum verður opið í Vatnaskógi og boðið verður upp á bátalán, gönguferðir og hoppukastala. Sýnd verður stuttmyndin „Áfram að markinu“ sem gerð var í tilefni 90 ára afmæli Vatnaskógar. Dagskránni lýkur svo með glæsilegri sýningu í Hallgrímskirkju í Saurbæ með sýningu á örlagasögu Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur. Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur og leikkona mun sýna verkið. Það er tilvalið að taka bíltúr í Hvalfjörðinn þessa helgi og skoða það sem sveitin hefur uppá að bjóða. Nánari dagskrá má skoða í auglýsingu í Skessuhorni vikunnar eða smella á myndina hér að ofan.
„Samfylkingin hefur ráðið Kristján Guy Burgess sem framkvæmdastjóra. Hann var valinn úr stórum hópi umsækjenda til að stýra daglegum rekstri flokksins og hafa yfirumsjón með málefnastarfi og stefnumótun,“ segir í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni. „Það var ekki auðvelt að velja úr þeim góða hópi sem gaf kost á sér til starfa fyrir Samfylkinguna. Það er mikill fengur að Kristjáni. Hann hefur skýra sýn um hvernig best er hægt að auka áhrif umbótasinnaðra afla og hann hefur sýnt í fyrri störfum að hann hefur lag á að vinna með fólki, leysa flókin verkefni og koma hlutum í verk. Við hlökkum til samstarfsins,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar um ráðninguna. Kristján hefur að undanförnu starfað fyrir Atlantshafsbandalagið sem fulltrúi þess gagnvart Sameinuðu þjóðunum í New York. Árin 2009-2013 var hann aðstoðarmaður utanríkisráðherra og frá 2005-2009 rak hann ráðgjafarfyrirtæki í alþjóðamálum. Hann býr yfir áralangri reynslu af störfum við fjölmiðla og hefur komið að margvíslegu kosningastarfi. Kristján er með BA próf í sagnfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands og meistarapróf í alþjóðastjórnmálum og alþjóðalögum frá háskólum í London og Kosta Ríka. Fyrstu störf hans voru hins vegar í sveit en hann var um árabil á æskuárum sínum léttadrengur hjá heiðurshjónunum Eyjólfi og Helgu á Kópareykjum í Borgarfirði. Kristján er í sambúð með Rósu Björk Brynjólfsdóttur og þau eiga þrjú börn á aldrinum 2-11 ára. Hann mun hefja störf fyrir Samfylkinguna 1. nóvember.
ÍA á möguleika úrvalsdeildarsæti eftir stórsigur á KeflavíkÍA tók á móti Keflavík í síðasta leik A riðils 1. deildar kvenna í knattspyrnu á Akranesvelli um síðustu helgi. Fyrri leik liðanna í sumar lauk með 1-1 jafntefli. Skagakonur höfðu aftur á móti verið á mikilli siglingu í deildinni fyrir leikinn á lagardag og gátu með sigri tryggt sér annað sæti riðilsins og þátttökurétt í úrslitakeppni um laust sæti í úrvalsdeild að ári. Frá fyrstu mínútu var ljóst að leikmenn ÍA ætluðu sér í úrslitakeppnina. Unnur Ýr Haraldsdóttir kom liðinu yfir strax á 5. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Emilía Halldórsdóttir jók muninn í tvö mörk á 31. mínútu og áður en flautað var til hálfleiks höfðu Hulda Margrét Brynjarsdóttir og Gréta Stefánsdóttir skorað sitt markið hvor. Staðan í hálfleik því 4-0 og Skagakonur með unninn leik í höndunum. Í síðari hálfleik var það sama uppi á teningnum og í þeim fyrri. Unnur skoraði sitt annað mark þegar leikurinn var klukkustundar gamall. Eyrún Eiðsdóttir kom ÍA í 6-0 á 67. mínútu og Bryndís Rún Þórólfsdóttir bætti sjöunda marki liðsins við aðeins tveimur mínútum síðar. Þegar komið var fram í uppbótartíma fullkomnaði Unnur síðan þrennuna og tryggði ÍA magnaðan 8-0 sigur í lokaleik riðlakeppninnar. Úrslitin þýða að lið ÍA er komið í annað sæti riðilsins með 19 stig, jafn mörg og Augnablik en töluvert betri markatölu. ÍA skoraði 23 mörk í síðustu þremur leikjum sumarsins og liðið er heldur betur komið á skrið á hárréttum tíma, rétt fyrir úrslitakeppnina um sæti í úrvalsdeild að ári. Á morgun, laugardag ferðast lið ÍA austur í Neskaupstað og mætir Fjarðabyggð í fyrri leik átta liða úrslita á Norðfjarðarvelli.
Unnu verkefni í Hvalfjarðarsveit í landslagsgreiningu„Glöggt er gests augað – Hver er styrkur Hvalfjarðarsveitar og möguleg sóknarfæri,“ er heiti áhugaverðs verkefnis sem nemendur við Landbúnaðarháskóla Íslands hafa unnið um Hvalfjarðarsveit og verður nú kynnt. Á Hvalfjarðardögum um helgina sýna nemendur við umhverfiskipulagsbraut LbhÍ verkefni sem þeir unnu í áfanga í landslagsgreiningu þar sem viðfangsefnið var Hvalfjarðarsveit. „Það eru fleiri tækifæri í í Hvalfjarðarsveit en stóriðja. Markmiðið var að draga fram staðhætti og sérstöðu svæðisins með landslagsgreiningu og setja síðan fram framtíðarsviðsmyndir fyrir valin svæði. Það er gert svo hægt sé að styrkja ímynd sveitarfélagsins út á við, taka vel ígrundaðar ákvarðanir um framtíðarbyggð svæðisins, varðveita helstu sérkenni og styrkja landslagið,“ segir Helena Guttormsdóttir kennari við umhverfisskipulagsbraut LbhÍ. Hún segir að allir staðir hafi sína sérstöðu og sinn staðaranda. Nánar í Skessuhorni vikunnar.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Auglýsing
Fréttasafn
Auglýsing
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is