Auglýsing
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hversu mörgum sokkum týnir þú í þvotti að meðaltali í hverri viku?
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

6 vetra hryssa til sölu

Til sölu 6 vetra brún hryssa undan kjarval frá sauðarkróki og Djásn frá Bóndhól. Mjög gott tölt, þæg...
Færð á vegum
Kjalarnes 15:50  ANA 6  15°C
Akrafjall 15:50  ASA 6  15°C
Hafnarfj. 15:50  SSV 2  16°C
Vatnaleið 15:50  ANA 5  12°C
Hraunsm. 15:50  NA 1  15°C
Fróðárh. 15:50  V 1  10°C
Brattabr. 15:50  N 5  11°C
Holtav.h. 15:50  N 8  6°C
Laxárd.h. 15:50  N 12  8°C
Svínad. 15:50  NNA 7  10°C
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
Leikmenn Víkings Ó. ferðuðust suður yfir Hellisheiði og mættu Selfyssingum í 14. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í gær. Fyrir leikinn voru Víkingar í harðri baráttu á toppi deildarinnar, aðeins einu stigi á eftir Þrótti R. sem vermdi fyrsta sætið. Víkingar voru heldur sterkari framan af fyrri hálfleik, án þess þó að skapa sér afgerandi marktækifæri. Heimamenn hefðu getað komist yfir á 30. mínútu þegar Jordan Lee Edridge fékk boltann einn og óvaldaður í vítateig Víkinga. Hann var hins vegar ekki í góðu jafnvægi og viðstöðulaust skot hans olli varnarmönnum Víkinga engum áhyggjum. Þeir komust svo yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks. Selfyssingum gekk trauðlega að hreinsa boltann frá marki sínu. Eftir klafs í teignum barst boltinn upp í loftið í átt að Hrvoje Tokic sem gerði sér lítið fyrir hamraði boltann í netið með bakfallsspyrnu. Glæsilegt mark og staðan í hálfleik 0-1, gestunum í vil. Víkingar bættu öðru marki sínu við þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Aftur myndaðist dálítið klafs í vítateig Selfyssinga, nú eftir hornspyrnu. Boltinn barst til Alfreðs Más Hjaltalín sem var ekki í sérlega góðri stöðu. Hann náði þó að koma frekar lausu skoti að marki sem rúllaði framhjá markverði heimamanna og í netið. Selfyssingar fengu tækifæri til að minnka muninn í uppbótartíma eftir góðan sprett Denis Sytnik. Hann lék á nokkra varnarmenn Víkings en skaut svo framhjá af örfárra metra færi. Niðurstaðan á Selfossi í gærkvöld 0-2 sigur Víkings, nokkuð verðskuldað. Þeir eru því enn í baráttu á toppi deildarinnar, nú með 32 stig eftir 14 leiki og enn einu stigi á eftir toppliði Þróttar. Í næstu umferð mætast toppliðin tvö, Víkingur og Þróttur, á Ólafsvíkurvelli laugardaginn 8. ágúst.
Vera Líndal Guðnadóttir hefur í sumar, ásamt fleiri listamönnum, skreytt Gallerí Bjarna Þórs við Kirkjubraut á Akranesi. Ljósm. arg.
„Ég sé fólk með öðrum hætti og það ýtir undir sköpunina. Ég sé oft eitthvað í fólki og umhverfinu sem kveikir á ímyndunaraflinu og ég fer á flug. Ég nota það oftast til að búa til eitthvað sem ekki er til, eitthvað óraunverulegt og nýtt,“ svarar Vera Líndal Guðnadóttir listakona og mannfræðingur aðspurð hvernig mannfræðin og listin fari saman. Blaðamaður hitti Veru í Galleríi Bjarna Þórs þar sem hún hefur verið að mála galleríið að utan í sumar. Þar hefur hún einnig aðstöðu til að vinna þegar hún kemur á Akranes en hún er fædd og uppalin Skagastúlka. „Verkin mín geta verið hvernig sem er. Það er svo margt sem veitir mér innblástur. Það getur verið eitthvað í fari fólks sem ég hitti, taktur í tónlist sem ég hlusta á, atriði úr bíómynd eða bara hvað sem er. Þá fer eitthvað af stað í huganum og ég sé fyrir mér alveg nýjan heim. Oft á tíðum óraunverulegan heim sem alls ekki er til, það er það sem ég teikna. Af hverju að teikna eitthvað sem er til nú þegar, þegar maður hefur frelsi til að teikna það sem manni dettur í hug? Ef t.d. andlit einhvers gefur mér innblástur er ég ekki að fara að teikna nákvæma andlitsmynd af þeirri manneskju. Ég nýti mér andlitsdrættina, persónuleikann og fas hvers og eins. Myndin getur endað í algjörri steik en persónan var kveikjan af henni,“ segir Vera og hlær. Nánar er rætt við Veru í Skessuhorni vikunnar.
Auglýsing
Yfirgáfu Akranes fyrir Dalalífið og gerðust kúabændur„Þetta er gamall draumur að rætast hjá mér, að verða bóndi,“ sagði Skúli Hreinn Guðbjörnsson, bóndi á Miðskógi í Dölum, þegar blaðamaður Skessuhorns heimsótti hann á föstudaginn var. Hann og eiginkona hans Guðrún Esther Jónsdóttir eru nýflutt vestur í Dali en höfðu áður búið suður á Akranesi í tæp ellefu ár. Skúli hafði þar unnið sem rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í áratug. Í vor ákváðu þau hjónin hins vegar að söðla um sig, kaupa jörð vestur í Dölum og gerast bændur. Auk þess tók Guðrún Esther að sér afleysingar hjá Lyfju út sumarið og var í vinnuferð þegar blaðamann bar að garði. „Við vorum búin að spá í þetta og leita að jörð í tvö ár. Hún fannst núna í vetur og við keyptum Miðskóga og fluttum hingað 1. maí. Við skiptum jörðinni og húsinu okkar á Akranesi og sumarbústaðnum í Svínadal,“ segir Skúli. „Jörðin var reyndar ekki á sölu. Ég hringdi bara í bóndann og gerði honum tilboð.“ Sjá hressilegt viðtal við Skúla í Skessuhorni vikunnar.
Enn ríkir mikil óvissa um makrílvertíð sumarsinsÞann 29. júlí í fyrra, höfðu alls 86 smábátar stundað makrílveiðar það sem af var sumri og alls aflað 1.592 tonna. Samkvæmt yfirliti Fiskistofu nú þá hafa aðeins ellefu smábátar á landsvísu sótt makrílafla í greipar Ægis það sem af er sumri. Þeir hafa samtals landað rétt rúmum 32 tonnum. Af þessum ellefu eru sjö smábátar frá Vesturlandi. Á sama tíma í fyrra höfðu 27 bátar af Vesturlandi hafið makrílveiðar og alls aflað 549 tonna. Þetta eru mikil viðbrigði samanborið við sama tíma í fyrra. Ekki allt gull sem glóir Ljóst er að nú stefnir í að makrílvertíð smábáta í sumar verði aðeins skugginn af því sem verið hefur á síðustu vertíðum. „Staðan sem upp er komin er graf alvarleg og mikið áhyggjuefni og sýnir glöggt að ekki allt gull sem glóir,“ segir í frétt á vef Landssambands smábátaeigenda. Talað er um að verð í boði fyrir handfæraveiddan makríl séu aðeins um helmingur þess sem fékkst greitt fyrir hann á vertíðinni í fyrra. Það stefnir því í verðhrun á makríl smábátanna og afleiðingin verður hrun í veiðum nema verðin hækki. Helst er að smábátaeigendur sjái sér hag í að veiða makrílinn og frysta hann í beitu fyrir línuveiðarnar í haust og vetur. Stóru skipin hafa aflað betur en þó er ljóst af aflatölum að ekki er sami krafturinn í aflabrögðum þeirra og á síðasta ári.. Heildarafli þeirra um 45 þúsund tonn það sem af er. Á sama tíma í fyrra voru þau hins vegar búin að veiða 61 þúsund tonn samkvæmt vef Fiskistofu. Afli þeirra það sem af er vertíð nú er þannig um 14 þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra. Segja má að um fjórðungi minni makrílafli hafi borist á land það sem af er þessari vertíð samanborið við 29. júlí í fyrra. Aðeins búið að veiða fjórðung kvótans Heildar aflaheimildir íslenskra skipa í makríl nú í ár eru 179 þúsund tonn þannig að enn eru 118 þúsund tonn óveidd ef kvótinn á að nást. Nú er búið að veiða 26 prósent af kvóta ársins. Í fyrra var heildarkvótinn 148 þúsund tonn. Þá var búið að veiða alls 41 prósent af kvótanum þann 29. júlí. Þetta er þyngsta byrjun á makrílvertíð sem við höfum farið inn í frá því að veiðar úr stofninum hófust,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í samtali við vefritið kvotinn.is. Enn virðist mikil óvissa ríkja um sölu- og markaðsmál á makríl. Teikn eru á lofti um talsverðar verðlækkanir á alþjóðlegum mörkuðum. Þykir margt benda til að mikið verðfall verði á makríl í ár enda alvarlegar blikur á lofti í markaðsmálum. Geysimikið er í húfi fyrir þjóðarbúið enda var makríllinn verðmætasti nytjastofn Íslands á síðasta ári. Hann hefur sömuleiðis verið góð búbót fyrir sjávarútveginn og atvinnulíf á Vesturlandi um sumartímann.
Fánasteinarnir á Breiðinni njóta mikilla vinsældaÓhætt er að segja að handmálaðir steinar í fánalitum ýmissa þjóða sem Skagamaðurinn Björn Lúðvíksson hefur verið að gera og koma fyrir í grjótinu við vitana á Breiðinni yst á Akranesi, hafi fallið vel í kramið hjá ferðafólki. „Það þarf ekki alltaf að gera flókna og dýra hluti til að skapa ánægju. Ferðamenn sem koma hingað eru greinilega mjög hrifnir af þessu. Steinarnir eru mjög vinsælt myndefni. Það eru 23 fánar hér nú en ættu reyndar að vera 24 talsins. Einn þeirra hvarf og hefur ekki fundist. Það er kanadíski fáninn. Annars bætist hér stöðugt við. Bara í gær og í dag hefur Björn komið með þrjá nýja þjóðfána í safnið,“ segir Hilmar Sigvaldason vitavörður á Breiðinni.
Sjáðu jökulinn loga„Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga.“ Þannig segir í textanum við hið vinsæla sönglag Ég er kominn heim, sem Óðinn Valdimarsson gerði ódauðlegt í flutningi sínum. Eftir kalt vor er óhætt að segja að mikil veðurblíða hafi verið á Vesturlandi þar sem af er sumri. Enn er spáð björtu, hlýju og hægu veðri út þessa viku og fram í þá næstu. Góðviðrisdagarnir hafa gefið mörg tækifæri til að njóta fagurs útsýnis víða í landshlutanum. Þessa ljósmynd af Snæfellsjökli tók Sigurjón Guðmundsson frá Hellissandi laust fyrir miðnætti eitt sumarkvöld í þessum mánuði. Myndasmiðurinn stóð rétt fyrir innan Akranes þegar hann smellti af og útkoman varð þessi dýrð. Hér er svo mjög fallegt myndband með flutningi Óðins Valdimarssonar á laginu Ég er kominn heim:
Jón Run. og Inga Harðar á heimleið eftir sextán ára búsetu í KaupmannahöfnEftir sextán ár sem forstöðumaður Jónshúss í Kaupmannahöfn er Skagamaðurinn Jón Rafns Runólfsson nú á heimleið ásamt konu sinni Ingu Harðardóttur íþróttakennara. Jón er menntaður innanhússarkitekt og hafði sem slíkur unnið hjá verkfræðistofum á Akranesi en var hættur því og farinn að starfa hjá Íþróttasambandi Íslands í Laugardalnum. Daglega fór hann milli Akraness og Reykjavíkur þar sem þau hjón voru búsett á Akranesi en Inga sinnti íþróttakennslu við Fjölbrautaskóla Vesturlands, sem hún hafði gert frá stofnun skólans árið 1975. Þegar starf forstöðumanns Jónshúss var auglýst í fyrsta sinn árið 1999 sótti Jón um starfið enda þekkti hann vel til í Danmörku þar sem þau hjón höfðu búið og stundað nám um fimm ára skeið frá 1970 til áramóta 1974-75 og áratug síðar í eitt ár. Jón var ráðinn úr hópi 75 umsækjenda og þau hjón fluttu því búferlum í Jónshús við Øster Voldgade í miðborg Kaupmannahafnar þar sem spjallað var við þau á sólríkum sumardegi upp úr miðjum júlí sl. Í upphafi tekur Inga fram að Jón hafi einn verið ráðinn í þessa stöðu og hún hafi bara náðarsamlegast fengið að búa þar með honum. Hún hefur þennan tíma kennt sund hjá nágrannasveitarfélaginu Lyngby og hefur kennt þar fólki á öllum aldri, frá ungum krökkum til aldraðra og verið ritari Dansk-íslenska sjóðsins. Sjá opnuviðtal við þau hjón í Skessuhorni vikunnar.
Myndir: Birtingur NK í vanda í ReykjavíkurhöfnIlla horfði um stund með uppsjávarskipið Birting NK þar sem það lá bundið við bryggju í Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi. Laust eftir klukkan 19:00 tóku vegfarendur við höfnina eftir því að þykkan svartan reyk lagði upp frá hvalbak skipsins. Það var jafnframt mjög sigið aftantil stjórnborðsmegin og lá með mikla slagsíðu á það borð. Lögregla, sjúkrabílar og slökkvilið voru kölluð til. Skömmu síðar kom dráttarbáturinn Jötunn á vettvang. Stefni hans var strax sett á stjórnborðshlið Birtings og vélar Jötuns keyrðar af afli svo hjálpa mætti til við að halda fiskiskipinu á réttum kili. Á sama tíma var dælt sjó í tanka Birtings til að rétta skipið af. Síðar um kvöldið náðist að koma jafnvægi á skipið, sú hætta sem virtist vofa yfir leið hjá, og Jötunn dró sig í hlé. Birtingur var í Reykjavíkurhöfn á leið til Grænlands þar sem skipið hafði verið leigt til rannsókna á makríl. Ekki er vitað hvort skemmdir hafi orðið á skipinu. Birtingur hét áður Börkur NK og þekktur sem eitt aflasælasta fiskiskip íslenska flotans. Myndir af þessu atviki má sjá með því að fletta í möppuni hér fyrir ofan. Þær voru teknar af Magnúsi Þór Hafsteinssyni blaðamanni Skessuhorns sem var í fréttaleit á hafnarsvæðinu þegar þetta gerðist.
Auglýsing
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Auglýsing
Fréttasafn
Auglýsing
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is