Forsíða
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Fyrsti Þórsdagur í Hörpu
Auglýsing
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Ætlar þú að kjósa í kosningum til sveitarstjórna 31. maí nk.?
Blaðið
Smáauglýsingar

Vantar húsnæði á Akranes

Óskar íbúð til leigu i sumar. Allt kemur til greina. Með eða án húsgögnum.
Færð á vegum
Kjalarnes 13:20  SA 11  10°C
Akrafjall 13:10  ASA 5  10°C
Hafnarfj. 13:20  ASA 7  12°C
Vatnaleið 13:20  S 9  9°C
Hraunsm. 13:20  S 2  10°C
Fróðárh. 13:10  SA 8  6°C
Brattabr. 13:10  S 4  7°C
Holtav.h. 13:20  SSV 3  7°C
Laxárd.h. 13:10  SA 1  10°C
Svínad. 13:20  SA 7  10°C
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
Frá Safnssvæðinu á Görðum á Akranesi. Ljósm. Friðþjófur Helgas.
Í tilefni sumardagsins fyrsta sem er í dag standa söfn, sýningar og setur á Vesturlandi fyrir sameiginlegum safnadegi. Vegna þessa verða söfn víðsvegar í landshlutanum opin gestum í dag sem fá frían aðgang í sumargjöf frá söfnunum. Þetta er í fyrsta skipti sem safnadagurinn er haldinn á Vesturlandi en markmið dagsins er að vekja athygli heimamanna og gesta á fjölbreyttu starfi safnana í landshlutanum og efla um leið sögu- og menningartengda ferðaþjónustu í landshlutanum. Hér að neðan má sjá lista yfir þau söfn sem taka þátt í deginum. Nánari upplýsingar um opnunartíma safnanna má finna á heimasíðum þeirra. Bjarnarhöfn Helgafellssveit www.bjarnarhofn.is Bókasafn og Héraðsskjala- og Ljósmyndasafns Akraness www.bokasafn.akranes.is Byggðasafn í Dölum www.visitdalir.is Edduveröld www.edduverold.is Eiríksstaðir Dölum www.eiriksstadir.is Eldfjallasafnið Stykkishólmi www.eldfjallasafn.is Fornbílafjelag Borgarfjarðar www.facebook.com/fornbilafjelag Gestamóttaka hjá Páli í Húsafelli www.Husafell.is Gljúfrasteinn Mosfellsdal www.gljufrasteinn.is Hespuhúsið www.hespa.is Hernámssetrið Hlöðum www.hladir.is Hvalasýningin í Ferstikluskála www.ferstikla.is Landbúnaðarsafn Íslands www.landbunadarsafn.is Landnámssetrið Borgarnesi www.landnam.is Laxveiði- og sögusafnið Borgarfirði, Ferjukoti Leifsbúð í Búðardal www.facebook.com/pages/Leifsbúð/116908455002418 Norska húsið Stykkishólmi www.norskahusid.is Ólafsdalur www.olafsdalur.is Pakkhúsið Ólafsvík Safnahús Borgarfjarðar www.safnahus.is Safnasvæðið á Akranesi www.museum.is Sjávarsafnið í Ólafsvík Sjóminjasafnið á Hellissandi Snorrastofa Reykholti www.snorrastofa.is Sögumiðstöðin í Grundarfirði Vatnasafnið Stykkishólmi www.vatnasafn.is Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull www.snæfellsjokull.is
Atli Ásmundsson fyrrum aðalræðismaður Íslands í Winnipeg í Kanada verður einn þeirra sem flytja erindi í Landnámssetrinu í Borgarnesi í dag sumardaginn fyrsta klukkan 15:00. Ljósm.: JPV
„Undanfarin misseri hef ég haldið að minnsta kosti 20 erindi um sögu Vestur Íslendinga víða um land. Mér finnst ég skulda þessu fólki að gera þetta og ætla mér að fara í hvert einasta þorp á landinu. Vestur Íslendingar voru og eru gott fólk. Það er vert að þeirra sé minnst og tengslum haldið við ,“ segir Atli Ásmundsson fyrrum aðalræðismaður Íslands í Winnipeg. Í dag, sumardaginn fyrsta, verður hann einn þeirra sem ætla að standa fyrir kynningarfundi á vegum Utanríkisráðuneytisins og Þjóðræknisfélags Íslendinga á Sögulofti Landsnámssetursins í Borgarnesi. Þrír fyrirlesarar verða á fundinum. Það eru Atli sjálfur, Böðvar Guðmundsson rithöfundur og Svavar Gestsson fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og sendiherra. Atli sem starfs síns vegna bjó um árabil sem ræðismaður í Kanada, mun segja frá Vestur Íslendingum og kynnum af þeim. Böðvar Guðmundsson ætlar að greina frá bakgrunni bóka sinna í erindi sem hann kallar „Skyggnst bak við leiktjöld bóka minna.“ Svavar Gestsson kynnir svo starfsemi Þjóðræknifélagsins. Að loknum erindunum verða umræður. Fundarstjóri verður Jónína Erna Arnardóttir tónlistarkennari. "Vesturferðirnar voru geysileg blóðtaka fyrir íslensku þjóðina. Mörg þeirra sem fóru gerðu það þó með ófúsum huga og þau gleymdu aldrei Íslandi. Þau höfðu Ísland með sér í hjartanu.“ Atli segist hafa lesið gamalt bréf frá manni úr Borgarfirði. „Ég les kannski upp úr því í Landnámssetrinu. Þar lýsir hann því hvernig hann sofi enga nótt án þess að hann dreymi um æskustöðvarnar og gamla landið. Samt segist hann aldrei hafa efast um að það hafi verið rétt ákvörðun hjá honum að flytja vestur um haf. Enn í dag sér maður þennan mikla áhuga á Íslandi hjá afkomendum þeirra sem fóru. Þau leggja rækt við íslenskar rætur sínar, stofna félög og Ísland á stað í hjörtum þeirra,“ segir Atli Ásmundsson. Allt þetta og ótalmargt fleira verður til umræðu í Landsámssetrinu á kynninarfundinum sem hefur hlotið heitið „Vinir handan hafs.“ Hann hefst á Sögulofti Landnámssetursins í dag klukkan 15.
Auglýsing
Hefur leitt ný samtök smærri útgerða í tæpt árBárður Guðmundsson er formaður Samtaka smærri útgerða á Íslandi. Þetta eru ný samtök sem voru stofnuð fyrir réttum ellefu mánuðum síðan. Félagar í þeim voru áður í Landssambandi smábátaeigenda. Þeir klufu sig út úr Landssambandinu vegna óænægju yfir því að ekki var komið til móts við óskir útgerðarmanna og sjómanna á stærri línubátum sem róa allan ársins hring. Í dag heyra hátt í 20 línubátar undir nýju samtökin. Margir þeirra eru gerðir út frá höfnum í Snæfellsbæ. Við hittum Bárð til að forvitnast nánar um þessi nýju samtök sem voru stofnuð á fundi á Hótel Hellissandi á lokadaginn svokallaða, þann 11. maí í fyrra. Vildu fá að stækka bátana Bárður rekur aðdraganda þess að Samtökum smærri útgerða (SSÚ) var komið á fót. „Á sínum tíma börðumst við fyrir því að stækka bátana úr sex tonnum upp í fimmtán tonn. Það gerðum við vegna þess að vinnuaðstæður á minni bátunum voru erfiðar og tíð alls kyns óhöpp og slys. Þetta náðist í gegn. Síðan óskuðu menn eftir að fá að stækka úr fimmtán tonnum upp í þrjátíu tonn og 15 metra lengd. Staðreyndin var nefnilega sú að það var búið að teygja og toga fimmtán tonna bátana í allar áttir með ýmiss konar útfærslum til að reyna að búa til meira pláss fyrir, mannskap, afla og hvaðeina.“ Nánar er rætt við Bárð Guðmundsson formann Samtaka smærri útgerða á Íslandi í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í gær.
Skessuhorn óskar íbúum á Vesturlandi og öðrum lesendum sínum um víða veröld gleðilegs sumars. Samkvæmt gamla íslenska tímatalinu markar dagurinn lok einmánuðar en upphaf hörpu. Víða var venja að hleypa kúm úr fjósi í fyrsta sinn þennan dag og þá tíðkaðist á mörgum stöðum að lesa sérstakar hugvekjur í heimahúsum. Ýmislegt er á döfinni í tilefni dagsins á Vesturlandi og ber einna hæst að í dag fer fram sérstakur Safnadagur í fyrsta skipti. Allflest söfn landshlutans eru því opin gestum í dag. Einnig eru sungnar skátamessur í sumum kirkjum landshlutans.
Vinstri grænir á Akranesi hafa samþykkt og kynnt framboðslista sinn fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í bænum. Þröstur Þór Ólafsson bæjarfulltrúi og kennari skipar áfram oddvita sæti listans, en hann hefur setið í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar undanfarið kjörtímabil. Í öðru sæti listans er Reynir Þór Eyvindsson verkfræðingur og í því þriðja Elísabet Ingadóttir viðskiptafræðingur. Listan í heild sinni má sjá hér að neðan. Framboðslisti VG og óháðra á Akranesi við bæjarstjórnarkosningar 2014: 1. Þröstur Þ. Ólafsson kennari og bæjarfulltrú 2. Reynir Þór Eyvindsson verkfræðingur 3. Elísabet Ingadóttir viðskiptafræðingur 4. Hjördís Garðarsdóttir aðstoðarvarðstjóri á Neyðarlínunni 5. Guðrún Margrét Jónsdóttir eðlisfræðingur 6. Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur 7. Valgerður Helgadóttir nemi 8. Eygló Ólafsdóttir stuðningsfulltrúi FVA 9. Björn Gunnarsson læknir 10. Ólöf Samúelsdóttir félagsráðgjafi 11. Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir rafeindavirkjanemi 12. Jón Árni Friðjónsson kennari 13. Elísabet Jóhannesdóttir.kennari 14. Ingibjörg Gestsdóttir þjóðfræðingur 15. Guðundur Þorgrímsson kennari 16. Jón Hjartarson hárskeri 17. Rún Halldórsdóttir læknir 18. Benedikt Sigurðsson kennari
Það er áhugamálið sem sameinar okkurÞeir eru margir vorboðarnir í hugum fólks. Kannski er einn af þeim þegar flokkar vélhjólafólks á glæstum fákum sínum birtast út á strætum og vegum í hópkeyrslu. Þetta hefur stundum gerst á sumardaginn fyrsta og einnig á fyrsta maí. Bifhjólaklúbbar eru starfandi í mörgum bæjum og héruðum í landinu. Hér á Vesturlandi eru Raftarnir í Borgarfirði einna þekktastir. Á Akranesi er klúbbur sem minna hefur farið fyrir en Röftunum, það er Bifhjólafélagið Skuggar. Það félag var formlega stofnað 2006, að sögn Freys Breiðfjörð Garðarssonar oddvita Skugganna. Virkir félagar eru milli 15 og 25 en alls hafa verið á skrá hjá félaginu frá stofnun 64. „Þetta er ákveðinn kjarni í félaginu sem eru virkur og svo koma hinir og fara af ýmsum ástæðum. Þetta gengur svolítið í bylgjum hjá sumum með áhugann og svo er fólk að selja hjólin og ýmislegt í gangi,“ segir Freyr. Fyrsta hjólið var algjört brak Sjálfur segist Freyr hafa haft mótorhjólaáhugann frá blautu barnsbeini. Freyr átti heima í Ólafsvík fyrstu fjögur ár ævinnar en flutti síðan með foreldrum sínum á Akranes og hefur búið þar síðan. „Ég var í kringum tvítugt þegar ég eignaðist fyrsta hjólið. Það var reyndar algjört brak þegar ég keypti það, Yamaha XS 250 SE, árgerð ‘80 eitthvað og ég gerði það upp frá a til ö,“ segir Freyr. Núna á hann Honda VTX 1800 C. Hann segir að það sé mjög kraftmikið hjól. Sjá nánar í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í dag.
Formannsskipti hjá Björgunarsveitinni BrákFormannsskipti urðu á aðalfundi Björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi þann 15. apríl síðastliðinn. Pétur Guðmundsson lét af formennsku í stjórn sveitarinnar en við því embætti tók Fannar Þór Kristjánsson. Pétur hefur gengt formennsku hjá sveitinni undanfarin fjögur ár en Fannar hefur á sama tíma verið varaformaður. Á fundinum var Pétri þakkað fyrir vel unnin störf og Fannari óskað velfarnaðar í nýju starfi. Aðrar breytingar í stjórn Brákar eru þær að Sigurður Gunnarsson hættir og í stað hans kemur Margrét Hildur Pétursdóttir sem áður var varamaður. Ólöf Kristín Jónsdóttir tekur við varamannssætinu í hennar stað.
Hófu rekstur í miðju hruni og höfðu það afSumarið 2008 tóku tveir ungir menn sig til og stofnuðu alhliða viðhaldsþjónustu fyrir bíla á Akranesi. Þann 11. júlí 2008 opnaði fyrirtækið Bílar og Dekk aðstöðu sína við Akursbraut á Akranesi. Þremur mánuðum síðar þegar reksturinn var rétt að ná almennilegu flugi hrundi efnahagslífið á Íslandi. Þrátt fyrir erfiða tíma tókst þeim Ólafi Eyberg Rósantssyni og Óskari Rafni Þorsteinssyni að sigla fyrirtækinu gegnum skerjagarðinn. Í dag gengur það vel. Blaðamaður Skessuhorns heimsótti þá á dögunum og tók spjall við þessa önnum köfnu menn í kaffitíma þeirra. Byrjuðu í fjarstýrðu bílunum Þetta hófst allt með sameiginlegu tómstundaáhugamáli þeirra félaga. Leikfangabílarnir áttu hugi þeirra. „Samstarf okkar byrjaði þannig að við höfðum óskaplega gaman af fjarstýrðum bílum sem eru knúnir með bensínmótorum. Um og upp úr árinu 2000 var nokkuð öflugur hópur hér á Akranesi sem átti þetta áhugamál. Menn komu saman og kepptu í kappakstri á þessum bílum, gjarnan á passlega torfærum slóðum. Þetta var mjög gaman. Við náðum meira að segja að koma okkur upp lítilli keppnisbraut úti á Breið hér á Akranesi. Upp úr þessu hófum við Eyberg samstarf um að flytja sjálfir inn ýmislegt sem tengdist þessu frístundagamni okkar. Hugmyndin um að stofna saman þjónustufyrirtæki fyrir bíla þróaðist upp úr þessu. Hún varð sem sagt að veruleika þarna sumarið 2008,“ segir Óskar Rafn. „Já, við byrjuðum saman í leikfangabransanum,“ segir Ólafur Eyberg. Hann hlær við endurminninguna. Það var greinilega oft gaman að tæta og trylla á fjarstýrðu bílunum. Sjá nánar í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í dag.
Fréttasafn
Leit á vefnum
Auglýsing
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is