Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fyrsti Þórsdagur í Gormánuði
Auglýsing
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hefur verkfall lækna áhrif á líf þitt eða þinna?
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

Íbúð eða herbergi óskast á Akranesi

Gamall Skagamaður sem er að snúa aftur á heimaslóðir óskar eftir lítilli einstaklingsíbúð eða herber...
Færð á vegum
Kjalarnes 17:50  ANA 17  8°C
Akrafjall 17:50  ANA 11  7°C
Hafnarfj. 17:50  NNA 9  5°C
Vatnaleið 18:00  SV 3  2°C
Hraunsm. 17:50  NA 6  7°C
Fróðárh. 17:50  NNA 4  3°C
Brattabr. 17:50  N 5  1°C
Holtav.h. 17:50  N 7  -2°C
Laxárd.h. 17:50  ANA 4  -0°C
Svínad. 18:00  NNA 7  1°C
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
Enn eru há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) að mælast á norðanverðu Snæfellsnesi. Alls voru 3700 µg/m³ af SO2 mæld með færanlegum handmæli í Ólafsvík nú eftir hádegið. Þessar mælingar eru í samræmi við spá Veðurstofu Íslands sem spáði gasmengun á norðvestanverðu landinu í dag. Mengunin sem mældist í morgun í Skagafirði er nú gengin niður, en mengunin á Akureyri er enn að mælast 3000 - 4000µg/m³ nú í eftirmiðdaginn. Þá fór mengun á Hvammstanga í 2400 µg/m³ seinni hluta dagsins Einnig hefur mæling á SO2 við Grundartanga verið að hækka og var milli 500 -1000 µg/m³ í eftirmiðdaginn. Í dag hafa SMS viðvörunarskilaboð um viðbrögð við mengun verið send í farsímanúmer víða á landinu m.a. í Stykkishólm, Ólafsvík og Grundarfjörð. Eitthvað var um að boðin kæmust ekki til skila. SMS viðvörunarboðin um viðbrögð eru viðbót við almenna fjölmiðlatilkynningar og ekki hægt að treysta eingöngu. Verði mengun yfir 2000µg/m³ á höfuðborgarsvæðinu verða send skilaboð til almennings í gegnum fjölmiðla og með fréttatilkynningum en ekki með SMS, þar sem kerfið mun ekki geta annað álagi sem því fylgdi. Almenningur er hvattur til þess að kynna sér ráðleggingar yfirvalda sem lesa má á vefsíðu almannavarna um eldgosið http://avd.is/is/?page_id=730 og fylgjast má með síritandi nettengdum SO2 mælum á vefsíðu Umhverfisstofnunar www.loftgæði.is
Kristján Guðmundsson mun taka við forstöðu Markaðsstofu Vesturlands um áramótin.
Fimmtudaginn 13. nóvember næstkomandi ætlar fólk sem rekur fyrirtæki og starfar innan ferðaþjónustu á Vesturlandi að koma saman til árlegs haustfundar. „Þetta er uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar og stendur heilan dag. Við höfum haft svona haustfundi árlega síðustu árin. Fyrst í Dölum, svo á Snæfellsnesi, í fyrra í Reykolti í Borgarfirði og nú er röðin komin að Hvalfjarðarsveit og Akranesi,“ segir Kristján Guðmundsson hjá Markaðsstofu Vesturlands. Markaðsstofan sinnir sameiginlegum markaðsmálum fyrir ferðaþjónustuna í landshlutanum. Nánar í Skessuhorni vikunnar.
Menningarhátíðin Vökudagar hófust á Akranesi í hádeginu í dag með tónleikum sópransöngkonunnar Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur í Akraneskirkju. Við upphaf tónleikanna setti Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Vökudaga. Regína vék að líflegu tónlistar- og menningarlífi á Akranesi í ávarpi sínu. Hún kvaðst sannfærð um að í uppsiglingu væri skemmtileg og fjölbreytt hátíð sem bæjarbúar myndu vonandi sækja vel. Regína þakkaði öllum sem komu að undirbúningi hátíðarinnar. Í leiðinni lét hún í ljósi von um að verkfall tónlistarkennara myndi leysast fljótt og farsællega en það hefur haft töluverð áhrif á dagskrá Vökudaga að þessu sinni. Hanna Þóra söng nokkur lög við undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar organista Akraneskirkju við góðar undirtektir tónleikagesta sem voru allmargir. Að tónleikum loknum var haldið yfir í safnaðarheimilið Vinaminni en þar beið rjúkandi súpa og brauð fyrir tónleikagesti. Nú rekur hver dagskrárliður annan á menningarhátíðinni Vökudagar sem stendur til 9. nóvember næstkomandi.
Tveir grunnskólar á Vesturlandi fá veglega styrkiTveir grunnskólar á Vesturlandi fengu fyrr í mánuðinum dágóðan styrk úr menntaáætlun Evrópusambandsins, Erasmus+. Brekkubæjarskóli á Akranesi fékk styrk upp á 8,5 milljónir króna vegna alþjóðlegs tónlistarverkefnis sem skólinn mun taka þátt í næstu þrjú árin. Þá hlaut Grunnskólinn í Borgarnesi styrk upp á 5,9 milljónir til að taka þátt í samstarfsverkefninu „Vatnið umhverfis okkur“ með sex öðrum skólum víðsvegar um Evrópu. Ítarlega er fjallað um styrkina í Skessuhorni vikunnar.
Auglýsing
Um næstu helgi fer Íslandsmeistaramótið í póker fram í Borgarnesi. Spilað verður á Hótel Borgarnesi og hafa nú þegar 130 manns skráð sig til keppni. Búist er við að sú tala eigi eftir að hækka, jafnvel um nokkra tugi. Það er Pókersamband Íslands sem skipuleggur og heldur keppnina en sigurvegari á mótinu mun m.a. keppa fyrir Íslands hönd í keppnum erlendis sem fyrsti viðurkenndi landsliðsmaðurinn. Þátttökugjald í keppninni er 55 þúsund krónur. Miðað við að 200 manns mæti verða keppnisgjöld 11 milljónir króna. Sigurvegarinn fær hins vegar í sinn hlut þrjár milljónir króna auk silfurarmbands og bikars.
Vökudagar hefjast í hádeginu í dagHinir árlegu Vökudagar á Akranesi verða settir í hádeginu í dag. Opnunarviðburður hátíðarinnar verða hádegistónleikar Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur og Sveins Arnars Sæmundssonar, sem haldnir verða í safnaðarheimilinu Vinaminni. Þar mun Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraneskaupstaðar opna hátíðina formlega. Frítt er inn á tónleikana og boðið upp á súpu. Hádegistónleikarnir eru fyrstir af fjölmörgum viðburðum hátíðarinnar, en Vökudagar standa til 9. nóvember næstkomandi. Viðburðir verða víðsvegar á Akranesi á Vökudögum og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskrá Vökudaga og umfjöllun um hátíðina má finna í Skessuhorni vikunnar.
Aukin brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú á Norður- og Vesturlandi. Tilkynningar um mengun hafa borist frá Akureyri, Skagafirði og Stykkishólmi. Hæstu gildi sem mældust í morgun voru um 5100 míkrógrömm á rúmmetra á Sauðárkróki, um 2700 míkrógrömm á rúmmetra í Stykkishólmi og um 4000 míkrógrömm á rúmmetra á Akureyri. Veðurstofan gerir ráð fyrir því að í dag verði gasmengunin vestur af eldstöðvunum eða frá Reyjanesi í suðri, vestur á Barðaströnd og norður að Húnaflóa sjá nánar á www.vedur.is. Auk þess getur staðbundin mengun fundist á fleiri stöðum eftir veðurskilyrðum. Almannavarnir eru að senda út SMS skilaboð á svæðið en afhending þeirra mun taka langan tíma þar sem mikill fjöldi farsíma og farsímasenda eru á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá símafyrirtækjunum er um 19.000 farsímanúmer tengdi við farsímakerfið í Eyjafirði. Almenningur er hvattur til þess að kynna sér leiðbeiningar um viðbrögð við SO2 mengun á vefsíðu Almannavarna.
Emilía Ottesen ráðin í nýtt starf markaðsstjóra á SkessuhorniFjölmiðlafyrirtækið Skessuhorn ehf er nú í stefnumótunarvinnu þar sem ákveðið er hvernig nýjum og breyttum tímum verður mætt. Markaðsstjóri hefur verið ráðinn sem ber m.a. ábyrgð á öllu sölustarfi og tekjuöflun fyrirtækisins, miðlun um samfélagsmiðla, öflun nýrra verkefna og mótun annarra. Emilía Ottesen er 27 ára, fædd og uppalin á Akranesi. Hún hefur stundað háskólanám í alþjóða samskiptastjórnun (e.international communication management) í Hollandi. Hún var áður stúdent frá Verslunarskóla Íslands, gift Bjarka Jens Gunnarssyni Scott og saman eiga þau soninn Ólaf Dór tveggja ára. Ítarlega er rætt við nýjan markaðsstjóra í Skessuhorni vikunnar.
Fréttasafn
Leit á vefnum
Auglýsing
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is