Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Nón. Fyrsti Týsdagur í Haustmánuði
Auglýsing
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hefur álit þitt á vörumerkinu MS breyst í vikunni?
Blaðið
Smáauglýsingar

Sauðfjárkvóti

Til sölu er 173,5 ærgilda sauðfjárkvóti, selst að hluta eða í heild. Tilboð óskast send á kvoti@simn...
Færð á vegum
Kjalarnes 17:40  A 5  3°C
Akrafjall 17:30  SA 3  4°C
Hafnarfj. 17:40  S 8  4°C
Vatnaleið 17:40  SSA 8  4°C
Hraunsm. 17:40  SSA 12  6°C
Fróðárh. 17:40  SA 13  3°C
Brattabr. 17:30  S 7  2°C
Holtav.h. 17:40  SSA 9  2°C
Laxárd.h. 17:30  V 2  3°C
Svínad. 17:40  SSA 4  2°C
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
Á fimmta hundrað ferðaþjónustufyrirtæki kynna sig nú fyrir ferðaheildsölum á ferðakaupstefnunni Vestnorden sem fram fer í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi láta sig ekki vanta á samkomuna og hafa þeir aldrei verið fleiri en í ár. Markaðsstofa Vesturlands er í forsvari fyrir landshlutann á Vestnorden. Kaupstefnan var sett formlega klukkan níu í morgun af Ingu Hlín Pálsdóttur, forstöðumanni ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Ýmsir ferðaþjónustuaðilar af Vesturlandi voru þá búnir að setja upp kynningarbása fyrir sína starfsemi. Þar á meðal mátti finna einn sem kynnir gististaðina Borgarnes B&B og Egils Guesthouse undir nafninu Visit Borgarnes. Á myndinni eru Helga Halldórsdóttir og Ása Sigurlaug Harðardóttir. Það skal tekið fram að ekki er um opna sýningu að ræða fyrir almenning, heldur skrá fyrirtæki sig fyrirfram og bóka fundi við kaupendum og seljendum vöru og þjónustu.
Umsókn um styrk rennur út á morgun, 1. október. Ljósm. Minningarsjóður Lovísu.
Þrjár umsóknir hafa borist Minningarsjóði Lovísu Hrundar Svavarsdóttur um styrk til verkefna í tengslum við fræðslu og forvarnir gegn akstri ökutækja undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna. Minningarsjóðurinn er tileinkaður Lovísu Hrund sem lést 6. apríl í fyrra þegar ölvaður ökumaður ók bifreið framan á bifreið Lovísu sem kom úr gagnstæðri átt á Akrafjallsvegi. Frestur til umsókna var fyrr í mánuðinum framlengdur til 1. október þar sem engin umsókn hafði þá borist stjórninni. Nú hafa hins vegar þrjár umsóknir borist og enn er hægt að sækja um styrk á heimasíðunni: http://lovisahrund.is/styrkir Stjórn sjóðsins mun svo funda á næstu dögum þar sem úthlutun sjóðsins verður ákveðin.
Auglýsing
Um síðustu helgi voru skemmdarverk unnin á lóð Stjórnsýsluhússins í Hvalfjarðarsveit. Brotið var gler í sjö af ellefu ljósum til lóðarlýsingar. Ljós bæði framan og aftan við húsið voru brotin og stórir steinar skildir eftir hjá ljósunum. Áður hafa skemmdir verið unnar við húsið. Síðastliðinn vetur var brotin rúða í byggingunni og rispuð rúða í anddyri. Í fyrra haust var bifreið sveitarfélagsins skemmd þar sem hún stóð á bílastæðinu við inngang starfsmanna. Nýlega hefur bíllinn svo verið rispaður á hægri hlið að því er fram kemur á fésbókarsíðu sveitarfélagsins. Einnig hefur jólasería verið skemmd. Á síðunni er þeim tilmælum beint til forráðamanna barna og unglinga í Melahverfi að minna þau á hvað sé rétt og rangt. Þá séu ábendingar um þau skemmdarverk sem tilgreind eru vel þegnar.
Skagamærin og sundkonan Inga Elín Cryer hóf nýtt sundár af krafti og komst þrisvar á verðlaunapall á fyrsta sundmóti tímabilsins sem haldið var í Laugardalslaug um síðustu helgi. Inga Elín sem nú keppir fyrir Sundfélagið Ægi vann til tveggja gullverðlauna, einna í 50 metra flugsundi á tímanum 29,21 sekúndu og annarra í 100 metra skriðsundi á tímanum 57,6 sekúndum. Þá keppti Inga Elín einnig í 50 metra skriðsundi þar sem hún varð í öðru sæti á tímanum 27,30 sekúndum. Ansi hreint frábær árangur, sérstaklega þar sem Inga Elín hefur verið talsvert frá keppni á síðustu tímabilum. Næsta mót sem Inga Elín tekur þátt í er TYR-mót Ægis sem verður um helgina. Helgina eftir fer hún á svo Bikarmótið í sundi áður en hún keppir á sjálfu Íslandsmótinu helgina 14. til 16. nóvember.
Auglýsing
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs aldraðra um úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2014. Alls er úthlutað 132 milljónum króna til ellefu verkefna sem eiga að stuðla að bættum aðbúnaði aldraðra og bæta öryggi og gæði öldrunarþjónustunnar. Athygli vekur að nærri tveimur þriðju upphæðarinnar er varið til verkefna í kjördæmi ráðherrans, 81,7 milljónum króna. Hæsta framlagið að þessu sinni rennur til Öldrunarheimilis Akureyrar alls 52 milljónir króna, vegna endurbóta á húsnæði, jafnt einstaklingsrýmum og sameiginlegu rými. Annað hæsta framlagið er vegna hjúkrunarheimilisins Dalbæjar á Dalvík þar sem skipta þarf um þak á húsinu og ráðast í viðgerðir á útveggjum. Það er að upphæð 23,6 milljónir. Á höfuðborgarsvæðið er veitt til verkefna frá Framkvæmdasjóði aldraðra samtals 54,1 milljón. Þar á meðal er þriðja hæsta framlagið úr sjóðnum núna sem fer til Embættis landlæknis,m.a. til þróunar á nýjum miðlægum gagnagrunni fyrir umsóknir og stöðu biðlista í öldrunarþjónustu. Til Vesturlands og Vestfjarða er veitt fjórum milljónum króna. Sú upphæð fer öll til endurnýjunar sjúkrakallskerfis og baðaðstöðu í hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Til verkefna á Suðurlandi er aðeins veitt 2,4 milljónum. Auglýst var eftir umsóknum í lok maí í vor og umsóknarfrestur rann út 13. júní. Alls bárust 23 umsóknir til margvíslegra verkefna úr öllum heilbrigðisumdæmum landsins utan heilbrigðisumdæmis Austurlands. Af þeim umsóknum sem var hafnað voru sex sem uppfylltu ekki skilyrði til úthlutunar samkvæmt reglugerð um Framkvæmdasjóð aldraðra, segir í tilkynningu vegna úthlutunarinnar.
Í tilefni Sauðamessu í Borgarnesi laugardaginn 4. október næstkomandi verður Gestastofa Sútarans frá Sauðárkróki með framleiðsluvörur sínar til sýnis og sölu í Brúartorgi 4 í Borgarnesi, í húsnæði við hlið Framköllunarþjónustunnar. Til sýnis og sölu verða ýmsar vörur úr sútunarverksmiðjunni á Sauðárkróki, svo sem gærur, mokkaskinn, lambaleður, hreindýraskinn, fiskleður og stórgripahúðir auk tilbúinnar vöru úr þessum hráefnum. Opið verður á föstudaginn klukkan 17 til 20 og klukkan 13 til 17 á sauðamessudaginn.
Husky hundur skilinn eftir í sveitinni - drap sex lömb hið minnstaHusky hundur slapp frá eigendum sínum við afleggjarann að Stóra Hrauni í Kolbeinsstaðarhreppi sunnudaginn 21. september síðastliðinn. Höfðu eigendurnir stoppað bílinn og leyft hundinum að fara út að létta á sér. Strauk hann þá frá þeim. Eigendurnir fundu ekki hundinn og fóru eftir leit leiðar sinnar en létu enga á bæjunum í sveitinni vita að Husky hundur gengi þar laus. Þar var hann því í nærri vikutíma og gekk í skrokk á lömbum og drap að minnsta kosti sex þeirra. Laugardaginn á eftir fannst svo hundurinn í norðanverðu Eldborgarhrauni þegar bændur smöluðu landið. Var hann þá umsvifalaust aflífaður enda höfðu bændur þá gengið fram á dauðu lömbin eftir hundinn og farið að gruna hvers kyns var. Bændur höfðu einnig leitað hundsins, án árangurs, á föstudeginum. Lömbin sem hundurinn drap voru öll frá Ystu Görðum í Kolbeinsstaðarhreppi. Verulega ámælivert þykir af eigendum hundsins að gera ekki nágrönnum á bæjunum í sveitinni viðvart um að hans væri saknað og gengi laus í haganum. Þá hefði strax verið hægt að hjálpa þeim við leitina og gera viðeigandi ráðstafanir. Einu merki þess að hundsins væri saknað var sakleysisleg tilkynning á Facebook síðu eigendanna þar sem sagt var að hundsins væri saknað, eða „kúridýrsins“ eins og það var orðað.
Vestnorden ferðakaupstefnan hófst í dagÍslandsstofa er framkvæmdaraðili ferðakaupstefnunnar Vestnorden 2014 sem haldin er í Laugardalshöllinni í Reykjavík í dag og á morgun. Vestnorden er árlegt samstarfsverkefni Íslands, Grænlands og Færeyja og er þetta í 29. skipti sem ferðakaupstefnan er haldin. Á kaupstefnunni verða saman komin öll helstu ferðaþjónustufyrirtæki á landinu til að kynna vöruframboð sitt fyrir erlendum ferðaheildsölum sem sækja kaupstefnuna. Reiknað er með yfir 600 þátttakendum í ár, samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Íslandsstofu.
Fréttasafn
Leit á vefnum
Auglýsing
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is