Auglýsing
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Ætlar þú að kjósa í forsetakosningunum 25. júní?
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

ÓE leiguhúsnæði á Akranesi

5 manna fjölskylda óskar eftir leiguhúsnæði á Akranesi. Erum reglusöm með báða fætur á jörðinni. Eru...
Færð á vegum
Kjalarnes 03:10  A 1  -1°C
Akrafjall 03:10  NA 8  4°C
Hafnarfj. 03:10  ANA 4  3°C
Vatnaleið 03:10  N 6  -0°C
Hraunsm. 03:10  NNA 7  3°C
Fróðárh. 03:10  NNA 5  -0°C
Brattabr. 03:10  NNA 2  -2°C
Holtav.h. 03:10  N 6  -2°C
Laxárd.h. 03:00  N 11  -0°C
Svínad. 03:10  N 8  -0°C
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
Ómar (t.v.) og Theodór. Ljósm. Lögreglan á Vesturlandi.
Kristvin Ómar Jónsson lögregluvarðstjóri hjá Lögreglunni á Vesturlandi stóð sína síðustu vakt í dag eftir 37 ára starf í lögreglunni og hættir störfum 65 ára. Ómar hefur starfað að löggæslumálum í Borgarnesi og héraðinu allan þann tíma. Í tilefni dagsins var honum haldið kaffisamsæti og hann leystur út með gjöfum og góðum óskum. Á myndinni með honum er Theodór Kr. Þórðarson yfirlögregluþjónn (t.h.) og samstarfsfélagi til áratuga.
Húsnæði fyrrum E-deildar Sjúkrahússins á Akranesi (til hægri á mynd) var nýlega uppgert þegar starfsemi deildarinnar var hætt. Lítið er talið kosta að opna húsnæðið á nýjan leik fyrir þessa starfsemi.
Eitt af vandamálum íslensks heilbrigðiskerfis er löng bið eftir liðskiptiaðgerðum, svo sem mjaðma- og hnéaðgerðum. Tæplega fimmtán hundruð manns eru nú á biðlista og hafa 80% þeirra beðið í lengur en þrjá mánuði. Meðalbiðtíminn er rúmt ár og skilar sér í miklum kostnaði fyrir íslenskt samfélag. Hópur sex MBA nema í viðskiptafræði og stjórnun við Háskólann í Reykjavík kynnti nýverið lokaverkefni þar sem hópurinn greindi þennan vanda á þeim þremur sjúkrahúsum á landinu þar sem slíkar aðgerðir eru framkvæmdar; Landspítalanum, Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi og Sjúkrahúsi Akureyrar. Í greiningunni rannsökuðu þau hvað veldur þessum vanda og reyndu að koma með lausnir sem miða að því að draga úr þessum langa biðtíma og ná honum niður fyrir þrjá mánuði. Hópurinn komst að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast væri að opna sérhæfða liðskiptadeild á E-deildinni á HVE á Akranesi en sú deild hefur staðið lokuð um árabil. Gunnar Mýrdal hjartaskurðlæknir er einn þeirra mastersnema sem vann að verkefninu. Skessuhorn ræddi við Gunnar um málið og blaði vikunnar er ítarlega greint frá þessari hagkvæmu lausn við að eyða biðlistum hér á landi eftir liðskiptum.
Auglýsing
Vesturlands- og Borgarfjarðarmeistarar í bridds 2016Í gærkvöldi lauk Opna Borgarfjarðarmótinu í bridds með þátttöku 16 para frá Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði. Mótið var jafnframt Vesturlandsmót í tvímenningi og því keppt um Vesturlandsmeistaratitil. Spilað var einu sinni í Logalandi en tvö seinni keppniskvöldin fóru fram á Akranesi. Keppni efstu liða var nokkuð jöfn og skiptust þrjú þeirra á um forystuna fram á síðustu umferð. Þeir sem toppuðu á réttum tíma voru félagarnir Tryggvi Bjarnason og Þorgeir Jósefsson og eru þeir Vesturlands- og Borgarfjarðarmeistarar 2016 með 59,3% skor. Í öðru sæti urðu Karl Alfreðsson og Bjarni Guðmundsson með 58,7% skor og þriðju Guðmundur Ólafsson og Hallgrímur Rögnvaldsson með 56,5%. Í fjórða sæti urðu svo Jón Eyjólfsson og Baldur Björnsson með 55% og fimmtu Ingimundur Jónsson og Jón H Einarsson með 54,1%. Mótið var jafnframt síðasta keppni vorsins hjá vestlenskum spilurum sem nú líta upp frá spilaborðunum og halda út í vorið.
Ráðherra boðar byggingu þjóðgarðsmiðstöðvar á HellissandiÁ Umhverfisþingi sem nú stendur yfir lýsti Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra því yfir að ákveðið hafi verið að hefja byggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar á Snæfellsnesi. Fimmtíu milljónir verða lagðar í verkið fyrst í stað en áætlað er að miðstöðin kosti fullbúin um 300 milljónir króna. Bygging miðstöðvarinnar á sér langan aðdraganda. Árið 2006 ákvað Snæfellsbær og Umhverfisstofnun að efna til samkeppni um hönnun þjónustumiðstöðvar Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á Hellissandi og fór samkeppnin fram samkvæmt reglum Arkitektafélags Íslands. Miðstöðin skyldi rísa á lóð við Útnesveg þar sem bærinn Hjarðarholt stóð á árum áður, ekki fjarri Sjómannagarðinum á Hellissandi. Um þremur árum síðar kom fram í fréttum Skessuhorns að Teiknistofan Arkís ehf hefði orðið hlutskörpust í samkeppni um hönnun hússins og voru þá kynntar hugsmyndir um byggingu Jökulhöfða á Hellissandi. Við gjaldþrot íslensku bankanna og þrengingar í ríkisfjármálum fór málið hins vegar í bið, en nú hefur ráðherra ákveðið að hafist verði handa. Notaðar verða teikningar sem legið hafa fyrir. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ fagnar mjög þessari ákvörðun Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra. „Þetta eru gríðarlega jákvæð tíðindi fyrir samfélagið hérna og fyrir Snæfellsnes allt. Því fagna ég mjög að ráðherra hafi stigið þetta skref,“ segir Kristinn í samtali við Skessuhorn. Ekki aðeins bygging Húsið Jökulhöfði kemur til með að þjóna hlutverki þjóðgarðsmiðstöðvar, sem móttökustaður fyrir ferðamenn og verður jafnframt starfsmannaaðstaða þjóðgarðsins. „Jökulhöfðinn verður ekki aðeins bygging. Hann verður gönguleið, útsýnisstaður og iðandi miðpunktur menningar- og útilífs. Hvað form, lögun og nýtingu varðar þá sækir hann innblástur í dýraríkið, mannlífið og landslagið og er ætlað að styrkja þau hughrif sem gestir upplifa við dvöl sína á staðnum,“ sagði í frétt Skessuhorns um niðurstöðu samkeppninnar árið 2009. Byggingin verður um 765 fermetrar að flatarmáli, byggð úr tré og stálgrind og að forminu til skiptist hún í þrennt. Í fyrsta lagi er það Fiskbeinið sem verður klætt lerki og hýsir meðal annars skrifstofur starfsfólks. Í öðru lagi er það Þjóðvegurinn sem er gönguleið upp á bygginguna að útsýnishöfða með sjónskífu þaðan sem sýn verður óskert til jökuls, lands og hafs. Einnig liggur Þjóðvegurinn sem gönguleið í gegnum bygginguna sjálfa. Þriðji hlutinn er Jökulhöfðinn sem er klæddur Corten stáli sem er þeim eiginleika gætt að það ryðgar aðeins lítillega og skapar þau áhrif að samhljómur myndast með árstíðunum og litaafbrigðum.
Auglýsing
Arionbankamót Faxa og Skugga eftir vikuOpið Arionbankamót Faxa og Skugga í hestaíþróttum verður haldið á félagssvæði Skugga í Borgarnesi helgina 7. og 8. maí næstkomandi. Mótið hefst kl. 10 á laugardeginum með keppni í fjórgangi V2. Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum: Pollaflokkur: Pollatölt, Barnaflokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3 Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3 Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T1 – Tölt T4 – Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið PP1 2. flokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3 Opinn flokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T1 – Tölt T4 – Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið PP1 – 100 m. skeið P2. Skráning fer fram í gegn um Sportfeng (mótshaldari Skuggi) og verður skráningu lokað kl. 24 miðvikudaginn 4. maí. Athugið að Tölt T4 er skráð sem Tölt T2. Eins er hægt að senda allar upplýsingar á netfangið kristgis@simnet.is ef skráning í Sportfeng gengur ekki. (Þær upplýsingar sem verða að koma eru kennitala knapa, IS númer hests, flokkur og greinar og eins upp á hvora hönd riðið er í hverri grein). Skráningargjöld eru engin í pollaflokki, kr. 1.500 í barna- og unglingaflokki pr. grein og kr. 3.000.- í öðrum flokkum. Reikningsnúmer er 0326-13-4810 – kt: 481079-0399. Reikna má með að forkeppni í hringvallargreinum fari fram á laugardag sem og B úrslit (ef þarf) en skeiðgreinar og A úrslit í öllum flokkum á sunnudag. Fréttatilkynning frá mótanefnd Faxa og Skugga
Knattspyrnusumarið 2016 hefst formlega á sunnudaginn þegar leiknir verða fjórir leikir í Pepsí deild karla. ÍA er á sínu öðru tímabili í deild þeirra bestu, en liðið hafnaði í 7. sæti í fyrra og þykir það góður árangur hjá nýliðum. Skagamenn mæta ÍBV á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í fyrsta leik sumarsins. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Skagamanna, var bjartsýnn þegar blaðamaður Skessuhorns heyrði í honum hljóðið á mánudag. „Mér líst bara vel á þetta. Það er alltaf gaman þegar stutt er í mót og við hlökkum til að taka slaginn,“ segir Gunnlaugur og markmið sumarsins er skýrt. „Markmiðið er að festa okkur enn betur í sessi í þessari deild. Við náðum 7. sætinu síðast og vonandi getum við byggt ofan á það og lagt grunn að frekari velgengni Skagaliðsins á næstu árum,“ segir Gunnlaugur. Sjá nánar viðtal við Gulla Jóns í Skessuhorni vikunnar.
Knattspyrnusumarið 2016 hefst formlega á sunnudaginn. Þá verður leikin fyrsta umferðin í Pepsí deild karla. Víkingur Ólafsvík mætir Breiðabliki á útivelli í fyrstu umferðinni. Liðið tryggði sér sem kunnugt er sæti í efstu deild á nýjan leik með eftirminnilegum sigri í 1. deildinni í fyrra. Þegar þrjár umferðir voru eftir af tímabilinu var ljóst að Víkingar væru á leiðinni upp og nú tekur við næsta verkefni í deild þeirra bestu. Skessuhorn ræddi við Ejub Purisevic, þjálfara Víkings, og spurði hann hvernig honum litist á komandi keppnistímabil. „Mér líst bara vel á sumarið. Ég er spenntur, vona að við getum barist og gert góða hluti,“ segir hann. Markmið liðsins fyrir komandi sumar er skýrt og þarf ekki að koma neinum á óvart. „Það hlýtur að vera markmið okkar að halda okkur í deildinni,“ segir Ejub. Sjá viðtal við Ejub í Skessuhorni vikunnar.
Á uppstigningardag, fimmtudaginn 5. maí klukkan 14, heldur Stórsveit Snæfellsness tónleika í hátíðarsal FSN í Grundarfirði. Stórsveitin er skipuð ungu tónlistarfólki af Snæfellsnesi, nemendum í Fjölbrautskóla Snæfellinga og að þessu sinni munu eldri félagar einnig leggja sveitinni lið. Fönkið verður í forgrunni á tónleikunum og af því tilefni hefur sveitin fengið til liðs við sig básúnuleikarann og hljómsveitarstjórann Samúel Jón Samúelsson, sem hefur t.d. spilað með Jagúar, SJS Big Band, Hjálmum og fleirum. Flutt verða lög eftir hann sem hann hefur útsett sérstaklega fyrir sveitina og hann mun einnig spila með. Þá mun sveitin spila frumsamið efni sem krakkarnir hafa unnið að í vetur. Stjórnandi Stórsveitar Snæfellsness er Símon Karl Sigurðarson. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands og fyrirtækjum á Snæfellsnesi. Miðaverð er kr. 1.500, en frítt fyrir yngri en 18 ára. -fréttatilkynning
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Auglýsing
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is