Forsíða
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fimmti Sunnudagur í Gormánuði
Auglýsing
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Mun fólk hafa meira á milli handanna fyrir þessi jól en síðustu?
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

Láttu þér líða vel

Bíð upp á eftirtaldar meðferðir: Bowen tækni við vöðvabólgu, höfuðverk, svefnvandamálum, stoðkerfis...
Færð á vegum
Kjalarnes 18:10  A 10  5°C
Akrafjall 18:10  SA 5  6°C
Hafnarfj. 18:10  ASA 14  7°C
Vatnaleið 18:00  SSA 6  3°C
Hraunsm. 18:10  SA 6  5°C
Fróðárh. 18:10  ASA 12  2°C
Brattabr. 18:10  S 7  3°C
Holtav.h. 18:10  SSV 3  2°C
Laxárd.h. 18:10  A 3  3°C
Svínad. 18:10  SA 5  4°C
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
Leikmenn Skallagríms sýndu mikla baráttu þegar þeir mættu Þór í Þorlákshöfn í Dominosdeildinni í körfubolta sl. föstudagskvöld. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og sveiflum í seinni hluta leiksins. Lokatölur urðu 100:90 fyrir Þór. Heimamenn í Þór byrjuðu betur og voru komnir með 12 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, þegar staðan var 33:21. Þórsarar héldu í hofinu í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 54:41. Fátt virtist benda til að Skallagrímsmenn myndu komast inn í leikinn á upphafsmínútum þriðja leikhluta. Þórsarar héldu áfram að bæta við stigum og voru komnir 18 stigum yfir 65:47 eftir fjögurra mínútna leik. Góður varnarleikur Borgnesinga á næstu mínútum hélt þó Þórsurum í skefjum. Á sama fóru stigin að safnast og var munurinn kominn niður í ellefu stig 70:59 þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum. Þórsarar juku forskotið þá aftur og leiddu með fimmtán stigum fyrir lokaleikhlutann 78:63. Skallagrímsmenn byrjuðu síðan lokafjórðunginn af krafti og með Sigtrygg Arnar og Tracy í broddi fylkingar tókst þeim að minnka muninn í þrjú stig, 80:77. Allt ætlaði að um koll að keyra Skallagrímsmegin í stúkunni á þessum tímapunkti. Svipaður munu hélst næstu mínúturnar en svo kom slæmur kafli hjá Skallagrímsmönnum á stuttum tíma sem leiddi til þess að Þórsarar komust í 90:81. Þrátt fyrir að Skallagrímsmenn reyndu að skipuleggja sinn leik tókst þeim ekki að laga stöðuna og leiknum lauk með tíu stiga sigri Þórs. Skallagrímsmenn léku enn án Páls Axels Vilbergssonar og Egils Egilssonar. Tracy Smith var atkvæðamestur með 34 stig og 13 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson kom næstur með 25 stig, þá Daði Berg Grétarsson 10, Einar Ólafsson 9, Atli Aðalsteinsson 5, Davíð Ásgeirsson 4 og Kristófer Gíslason 3. Næsti leikur Skallagríms í Dominosdeildinni verður heima í Fjósi í Borgarnesi gegn toppliði deildarinnar, Íslandsmeisturum KR. Leikurinn fer fram fimmtudaginn 27. nóvember.
Sjósetning Venusar NS, annars tveggja nýrra uppsjávarveiðiskipa HB Granda sem eru í smíðum í Tyrklandi, er fyrirhuguð um næstu mánaðamót. Stefnt er á að skipið verði tilbúið til afhendingar í apríl á næsta ári. Á vef fyrirtækisins er sagt frá því að vinnu miðar ágætlega upp á síðkastið en smíði skipsins er þó enn á eftir áætlun. Þórarinn Sigurbjörnsson er eftirlitsmaður með verkinu. ,,Hér er grenjandi rigning og verður næstu dagana ef eitthvað er að marka veðurspár,“ sagði Þórarinn er rætt var við hann. ,,Nú er mest unnið við það sem þarf að klára fyrir sjósetningu skipsins. Það er búið að ganga frá stýri, skrúfubúnaði, hliðarskrúfum og verið er að ganga frá botnstykkjum. Þá er einnig unnið að því að undirbúa sleðann, sem skipið verður dregið á út í flotkví fyrir sjósetningu,“ segir Þórarinn. Að hans sögn er einnig unnið að því að að taka spil og krana um borð, tengja rafmagn, setja upp veggeiningar í íbúðum, ganga frá röralögnum og mála sjókæligeyma. Til upprifjunar má geta þess að HB Grandi samdi við tyrknesku stöðina um smíði tveggja uppsjávarveiðiskipa. Þau eru 80,3 metrar á lengd og 17,0 metrar á breidd og í þeim verður 4.600 kW aðalvél. Fyrra skipið, Venus NS, á að vera tilbúið til afhendingar í apríl á næsta ári og afhending seinna skipsins, Víkings AK 100, verður í október sama ár. Þá hefur HB Grandi samið við sömu skipasmíðastöð um smíði þriggja nýrra ísfisktogara sem fá munu nöfnin Engey RE, Akurey AK og Viðey RE. Tvö fyrrnefndu skipin verða afhent á árinu 2016 en Viðey RE verður tilbúin til afhendingar á árinu 2017.
Meðfylgjandi mynd var tekin í dag þegar flaggað var fyrir að búið er að reisa hluta Hótels Húsafells í Borgarfirði. Framkvæmdir hafa gengið vel síðustu daga í borgfirsku veðurblíðunni. Framdkvæmdir við hótelið hófust í maí á þessu ári og rétt rúmu ári síðar, eða 17. júní næstkomandi, munu fyrstu gestirnir sofa á hótelinu. Veitingastaður fyrir 90 manns verður á Hótel Húsafelli, 36 herbergi og annað rými sem nýtist vaxandi afþreyingarþjónustu í uppsveitum Borgarfjarðar. Meðfylgjandi mynd tók Þórður Kristleifsson í Húsafelli en hún sýnir m.a. hluta byggingaflokks Eiríks J Ingólfssonar, verktaka og heimamenn.
Skagamenn töpuðu sínum fyrsta leik á heimavelli í körfuboltanum á tímabilinu síðastliðið fimmtudagskvöld. FSu úr Árborg mætti þá til leiks í 1. deildinni og sigraði ÍA 88:77. Leikurinn var alljafn lengst af og Skagamenn með eins stigs forskot í hálfleik 42:41. Gestirnir reyndust öllu sterkari í seinni hluta leiksins. FSu var með fimm stiga forskot fyrir lokafjórðunginn og gestirnir héldu áfram á sömu nótum á lokakaflanum án þess að heimamönnum tækist að laga stöðuna. Hjá ÍA var Jamarco Warren stigahæstur með 29 stig, Fannar Freyr Helgason kom næstur með 25 stig og 10 fráköst, Áskell Jónsson og Ómar Örn Helgason skoruðu 7 stig hvor, Erlendur Þór Ottesen 6 og Jón Rúnar Baldvinsson 3. Við tapið gæti stefnt í að ÍA færist neðar á töflunni. Skagamenn eru sem stendur með 50% árangur, sex stig eftir sex leiki í 5. sæti deildarinnar. Í 7. umferðinni mætir ÍA einu af efstu liðum deildarinnar, Hetti á Egilsstöðum. Fer leikurinn fram eystra nk. föstudagskvöld.
Snæfellingar urðu að sætta sig við 15 stiga tap þegar þeir sóttu Njarðvíkinga heim í Ljónagryfjuna í gær í 7. umferð Dominosdeildarinnar. Lokatölur urðu 98:83. Leikurinn var mjög sveiflukenndur. Snæfell byrjaði mun betur og var með tíu stiga forskot eftir fyrsta leikhluta 26:16. Heimamenn voru mun betri í öðrum leikhluta og náðu auk þess að jafna leikinn fjögurra stiga forskoti sem þeir höfðu í hálfleiknum, 49:45. Snemma í seinni hálfleiknum fengu tveir af atkvæðamestu mönnum Snæfells, Sigurður Þorvaldsson og Austin Bracey, sína þriðju villu og var það síst til að bæta stöðu Snæfells. Njarðvíkingar voru áfram í stuði og unnu þriðja leikhlutann 28:14 þannig að staða þeirra var orðin vænleg fyrir lokafjórðunginn og raunar útlit fyrir að þeir væru búnir að landa sigrinum. Snæfellingar virtust þó ekki af baki dottnir því þeir komu vel til baka í síðasta leikhlutanum. Reyndar full seint því þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum náðu þeir ótrúlegum leikkafla og tókst að minnka muninn niður í sex stig þegar þrjár mínútur voru eftir. Þá voru þeir óheppnir gagnvart dómgæslunni þegar Sigurður Þorvaldsson fékk tæknivíti, fyrir mótmæli að fá ekki dæmt þegar að því er virtist var brotið á honum í þriggja stiga skoti. Eftir þetta virtist sem allt væri búið af tanknum hjá gestunum og Njarðvíkingar innbyrtu öruggan sigur. Hjá Snæfelli var Christopher Woods með 21 stig og 9 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson líka með 21 stig og 8 fráköst, Austin Magnus Bracey 16 stig, Sveinn Arnar Davíðsson 10, Stefán Karel Torfason 10 stig og 10 fráköst og Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5 stig. Hjá Njarðvík: var Dustin Salisbery atkvæðamestur með 24 stig. Við tapið féll Snæfell í 7.-8. sæti deildarinnar með Þór í Þorlákshöfn sem fær Skallagrím í heimsókn í kvöld. Í 8. umferðinni fær Snæfell ÍR í heimsókn og fer leikurinn fram í Hólminum nk. fimmtudagskvöld.
Stjórn Byggðasafnsins í Görðum og menningarmálanefnd sameinuðÁ fundi bæjarstjórnar Akraness þriðjudaginn 11. nóvember sl. voru samþykktir nokkrar stjórnkerfisbreytingar sem bæjarráð afgreiddi í síðasta mánuði. Þær hafa nú farið í gegnum tvær umræður í bæjarstjórn eins og skylt er. Meðal stjórnkerfisbreytinganna er sameining stjórnar Byggðasafnsins í Görðum og menningarmálanefndar og í hennar stað komi menningar- og safnanefnd. Nefndin fari með þau verkefni sem stjórn Byggðasafnsins og menningarmálanefnd hafa annast. Meðal samþykkta um nýju menningar- og safnanefndina er að hún verði skipuð sex aðalmönnum og jafn mörgum til vara. Þar af er einn fulltrúi frá Hvalfjarðarsveit sem hafi atkvæðisrétt þegar málefni byggðasafnsins eru til umræðu en jafnframt málfrelsi um önnur mál menningar- og safnanefndar sem eru til meðferðar hverju sinni. Hvalfjarðarsveit á 10% eignarhlut í Byggðasafninu í Görðum en Akraneskaupstaður 90%. Í menningar- og safnanefnd voru kosin á umræddum fundi bæjarstjórnar: Ingþór Bergmann Þórhallsson formaður, Guðmundur Claxton, Þórunn Örnólfsdóttir, Guðríður Sigurjónsdóttir, Elinbergur Sveinsson og Jónella Sigurjónsdóttir en hún er jafnframt aðalfulltrúi Hvalfjarðarsveitar í nefndinni.
Bjartmars Guðlaugsson er nú á tónleikaferð um landið. Hann mun koma fram í Landnámssetrinu í Borgarnesi laugardaginn 22. nóvember kl. 22:00. Í ár er íslenska lýðveldið sjötugt og af því tilefni heldur Bjartmar, sem er aðeins yngri en lýðveldið, tónleika þar sem hann rýnir í þessi 70 ár og skoðar lífið sitt í samhengi við þau á sinn sérstaka hátt. Textarnir hans fjalla að miklu leyti um persónulega reynslu hans og upplifun. Á tónleikunum segir hann sögurnar á bak við texta laganna sem hann flytur í tímaröð í gegnum lýðveldissöguna. Hann röltir m.a. um ímyndað þorp þar sem skrautlegar persónur búa, t.d. þeir Sumarliði og Fúll á móti. Tónleikagestir fá m.a. að kynnast fleirum úr fjölskyldum þeirra, persónum sem hafa dúkkað upp í textum Bjartmars, án þess að fólk hafi áttað sig á tengslum þeirra við þessa merku menn. Svo er aldrei að vita nema hann skimi inn í framtíðina og kynni ný lög af væntanlegri plötu. Tónleikarnir standa í tvær klukkustundir með einu 15 mínútna hléi. „Þetta er skemmtun eins og hún gerist best hjá Bjartmari. Miðaverð er 2.000 kr. og hægt að tryggja sér miða á midi.is eða við innganginn.“
Á hverju hausti standa lionsklúbbur í landinu fyrir blóðsykursmælingum fólki að kostnaðarlausu. Síðastliðinn föstudag og laugardag fóru mælingar fram hér á Vesturlandi á nokkrum stöðum. Meðal annars á Akranesi, Borgarnesi, Snæfellsbæ og Stykkishólmi og e.t.v. víðar. Lágur blóðsykur er lúmskur sjúkdómur sem getur leitt af sér sykursýki. Því er mikilvægt að fólk láti mæla blóðsykurinn reglulega og leiti sér lækninga komi óeðlilega hátt gildi í ljós. Verkefni þetta er því þarft og þakklátt sem endurspeglaðist í miklum fjölda sem þáði mælingu um síðustu helgi. Á meðfylgjandi mynd er blóðsykurinn mældur í Hyrnutorgi í Borgarnesi. Þar var stöðugur straumur fólks og flestir þáðu þessa góðu þjónustu.
Fréttasafn
Leit á vefnum
Auglýsing
Auglýsing
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is