Forsíða
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Þórsdagur í Einmánuði
Auglýsing
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Færð þú páskaegg?
Blaðið
Smáauglýsingar

Bækur til sölu

Hornstrendingasaga, Sléttuhreppur, Saga Strandamanna, Saga alþingis, Ævisaga Strandamanna,Skriðuföll...
Færð á vegum
Kjalarnes 21:30  SSV 5  6°C
Akrafjall 21:20  SV 2  6°C
Hafnarfj. 21:30  SA 13  6°C
Vatnaleið 21:30  S 18  4°C
Hraunsm. 21:30  SV 8  6°C
Fróðárh. 21:20  SSA 8  3°C
Brattabr. 21:20  S 18  2°C
Holtav.h. 21:30  S 26  2°C
Laxárd.h. 21:20  S 18  4°C
Svínad. 21:20  S 17  3°C
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
Frá slökkvistörfum við sinuelda í Borgarfirði sumarið 2012.
Vegfarandi tilkynnti um mögulegan sinubruna í Borgarfirði um klukkan eitt í dag, einhvers staðar á milli bensínstöðvarinnar Baulunnar og Bifrastar. Vegfarandinn var á ferðinni á þessum slóðum en þar sá hann reyk sem hann taldi af völdum sinuelds og lét því neyðarlínuna vita. Slökkvilið Borgarbyggðar var umsvifalaust kallað út og héldu slökkviliðsmenn á bílum frá Borgarnesi, Reykholti og Hvanneyri á vettvang. Að sögn Bjarna Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra var um mjög óljósa tilkynningu að ræða því ekki var vitað hvar eldurinn væri. Því var fyrsta verk slökkviliðsmanna að hafa uppi á eldinum. Fljótt fundu slökkviliðsmenn þó brunalykt og með því að renna á lyktina fundu þeir brunastaðinn skammt frá bænum Munaðarnesi. Kom í ljós að þar var maður einn að brenna rusl í rólegheitunum og því ekki um sinubruna að ræða. Að sögn Bjarna hafði maðurinn engin leyfi fyrir því að kveikja opin eld, en leyfi sýslumanns þarf til að kveikja eld með þessum hætti. Bjarni segir um að ræða algjört virðingarleysi hjá manninum, en með því að sækja um leyfi til að brenna rusl hefðu viðbragðsaðilar geta brugðist öðruvísi við. Virðingarleysi sem þetta kosti skattborgara einfaldlega of mikið. Margir slökkviliðsmenn eru nú í fríi og því þurfti að kalla út mannskap frá fyrrgreindum stöðum til að fullmanna slökkviliðið. Bjarna vildi því brýna fyrir fólki að fara eftir lögum í hvívetna þegar áform eru uppi um að kveikja opin eld, t.d. til að brenna rusl. Dæmin sanna nefnilega að vegfarendur eru með á nótunum og láta yfirvöld að sjálfsögðu vita ef minnsti grunur leikur á eldsvoða.
Frá Stykkishólmi. Ljósm. Friðþjófur Helgason.
Í vikunni sem leið var lögreglunni á Snæfellsnesi tilkynnt um að við Stykkishólmshöfn hafi einum stálbita verið stolið úr búnti sem innihélt 15 bita. Bitinn sem er af stærðinni 17.5x12,5x7 metrar er um 157 kg að þyngd. Nota átti þetta efni til hafnargerðar og þeir sem kunna að hafa upplýsingar um þetta mál eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Snæfellsnesi.
Auglýsing
Þórhildur tekur við formennsku í BVAðalfundur Búnaðarsamtaka Vesturlands fór fram í félagsheimilinu Árbliki í Dölum síðastliðinn fimmtudag. Góð mæting var á fundinn og mættu fulltrúar frá flestum búnaðarfélögum innan samtakanna. Á fundinum lét Guðný Jakobsdóttir frá Syðri Knarrartungu á Snæfellsnesi af formennsku eftir níu ára setu. Í stað hennar var Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Norðurárdal kjörin formaður. Stjórnarmennirnir Daníel Ottesen, Kristján Magnússon og Valberg Sigfússon voru endurkjörnir en Halldór Gunnlaugsson var kjörinn nýr í stjórn. Nokkrir gestir komu á fundinn og fluttu erindi. Þetta voru Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands, Þorgrímur Guðbjartsson bóndi á Erpsstöðum sem kynnti fundarmönnum fyrir verkefninu „Hittu heimamanninn“ og Bryndís Geirsdóttir frá Hinu blómlega búi sem kynnti hugmyndir sínar um matarbúrið Vesturland. Ýmsar ályktanir voru samþykktar á fundinum og fjölluðu þær m.a. um uppbyggingu og lagfæringar á malarvegum á starfssvæðinu, um mótmæli við gjaldtöku fyrir forðagæslu og ágang álfta og gæsa. Einnig ályktaði fundurinn að styðja við stefnu Bændasamtaka Íslands um að standa vörð um sjálfstæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.
Inga Elín vann fern verðlaun á ÍslandsmeistaramótinuSundkonan Inga Elín Cryer frá Sundfélagi Akraness sópaði að sér verðlaunum á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug sem fram fór í Laugardalslaug í Reykjavík um síðustu helgi. Inga Elín varð Íslandsmeistari í 400m og 800m skriðsundi, þar sem hún sigraði með nokkrum yfirburðum. Bætti hún tímann sinn í 400m um 5 sekúndur frá síðasta móti og um 4 sekúndur í 800m. Inga Elín vann einnig gull í 4x200m og silfur í 4x100m boðsundi í skriðsundi. Afrakstur helgarinnar voru því þrjú gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Það er því ljóst að Inga Elín er nálgast nú sitt gamla form en hún hefur verið að jafna sig eftir erfiðar kjálkaaðgerðir sem hún fór í fyrir rúmu ári. Tekur um það bil eitt og hálft til tvö ár að ná fyrri styrk eftir jafn erfiðar aðgerðir og hún fór í. Framundan hjá Ingu Elínu er franska meistaramótið í byrjun júlí og svo hefur hún sett stefnuna á að ná lágmörkum fyrir HM-25 sem haldið verður í desember á þessu ári. Það verður því nóg að gera hjá þessari fræknu sundkonu á næstunni sem vildi nota nota tækifærið til að þakka Skagamönnum stuðninginn í sundinu á liðnum misserum.
Samkvæmt því sem fram kemur í ársreikningi Borgarbyggðar fyrir árið 2013 náðist góður árangur við lækkun skulda sveitarfélagsins. Ársreikningurinn var lagður fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar fimmtudaginn 10. apríl sl. Skuldaviðmið sveitarfélagsins var í árslok 2013 122% og hefur því lækkað um tæp 25 prósentustig á tveimur árum. Sveitarfélagið greiddi af lánum fyrir 364 milljónir á síðasta ári en lögð var áhersla á að greiða upp lán með óhagstæðum vaxtakjörum. Heildartekjur sveitarsjóðs Borgarbyggðar og B-hluta fyrirtækja voru 2.969 milljónir króna á árinu 2013 en rekstrarútgjöld án fjármagnsliða voru 2.765 milljónir kr. Fjármagnsgjöld voru alls 245 milljónir króna. Framlegð sveitarfélagsins var 11,3%. Samantekin rekstrarniðurstaða Borgarbyggðar á árinu 2013 var neikvæð um 41 milljón kr., sem er rúmlega 45 milljónum kr. verri útkoma en fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir. Veltufé frá rekstri var 196 milljónir kr. eða 6,6% af rekstrartekjum, 20 milljónum minna en áætlað var. Heildarskuldir og skuldbindingar voru um 4,6 milljarður í árslok en eignir sveitarfélagsins eru metnar í ársreikningnum á tæpa 6 milljarða króna. Eigið fé sveitarfélagsins eru því tæpur 1,5 milljarður og eiginfjárhlutfall 24%.
Björt framtíð vill að Regína haldi áframFramboð Bjartrar framtíðar á Akranesi hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við það að Regína Ásvaldsdóttir verði áfram bæjarstjóri á næsta kjörtímabili. „Félagar Bjartrar framtíðar á Akranesi hafa fylgst með störfum Regínu og þótt mikið til driftar hennar koma, áhuga á málefnum og framtíð bæjarins og metnaðar hennar fyrir hans hönd,“ segir í tilkynningu frá framboðinu. Björt framtíð er því annað framboðið á Akranesi sem vill að Regína verði áfram bæjarstjóri á Akranesi á næsta kjörtímabili, en Frjálsir með Framsókn höfðu áður gefið það út að vilja Regínu áfram við stjórnvölinn í bænum.
Tveir fullorðnir menn voru færðir á lögreglustöðina í Borgarnesi sl. miðvikudag eftir að þeir höfðu skotið nokkra skarfa skammt frá Rauðanesvita á Mýrum. Mennirnir sem voru á gúmmíbáti, skutu einnig nokkra svartfugla í þessari ferð. Þar sem bannað er að skjóta skarf á þessum árstíma lagði lögreglan hald á skotvopnin og veiðina. Mennirnir mega að minnsta kosti búast við að fá sekt fyrir athæfið, að sögn lögreglu. Alls urðu fjögur umferðaróhöpp í liðinni viku í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum, þar af tvö þar sem meiðsli urðu á fólki. Tíu ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í síðustu viku.
Stór ferðahelgi er framundan enda margir landsmenn sem nú halda í frí yfir páskahelgina. Spá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir norðaustan 5-13 m/s og léttskýjuðu veðri í kvöld. Veðrið snýst síðan í vaxandi suðlæga átt, víða 13 – 20 m/s síðdegis. Hvassast verður á Snæfellsnesi, en búið er að gefa út stormviðvörun fyrir norðvestanvert landið. Spáð er slyddu eða rigningu eftir hádegi á morgun. Hiti verður á bilinu 0 til fimm stig að deginum en frost 0 til 7 stig í nótt, en hlánar á morgun. Færð á vegum nú síðdegis er fremur góð. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er mikið orðið autt á láglendi en víða er nokkur hálka á fjallvegum. Snjóþekja eða hálkublettir eru hins vegar nokkuð víða í uppsveitum Borgarfjarðar. Veðurspá föstudagsins gerir ráð fyrir 13 – 20 m/s og éljum en heldur hægari um helgina, þó víða með skúrum eða éljum. Hiti breytist lítið. Þeim sem hyggja á ferðalög um helgina er bent á að fylgjast vel með veðurspám, því skjótt skipast veður í lofti og góð þumalputtaregla að fylgjast með veðurspám áður en haldið er af stað í ferðalög.
Fréttasafn
Leit á vefnum
Auglýsing
Auglýsing
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is