Nýjustu fréttir

Héldu stóra flugslysaæfingu á Höfn

Í gær fór fram stór æfing viðbragðsaðila á flugvellinum á Höfn í Hornafirði, þar sem æfð voru viðbrögð við flugslysi. Alls tóku um 140 manns þátt í æfingunni og þar af voru 20 leikarar. „Æfingin gekk afar vel og reyndi á helstu þætti bæði á vettvangi en einnig í samhæfingu aðgerða,“ segir í tilkynningu frá…

Vesturlandsmótið í boccia var spilað í Ólafsvík á föstudaginn

Vesturlandsmótið í boccía fór fram í íþróttahúsi Ólafsvíkur síðastliðinn föstudag. Að þessu sinni var mætingin mjög góð, en alls voru tvær sveitir mættar frá Ólafsvík, tvær úr Grundarfirði, þrjár úr Stykkishólmi, þrjár frá Hvammstanga, þrjár úr Borgarbyggð, fimm frá Akranesi og tvær úr Mosfellsbæ. Leikið var í fimm riðlum, fjórar sveitir í riðli. Í milliriðli…

Útsýnið af Hafnarfjalli bakgrunnur þegar Friðrik Ómar lýsti íslensku stigagjöfinni

Margt var um manninn við rætur Hafnarfjalls á Uppstigningardag. Fallegt og bjart var um að litast sem gerði það að verkum að fjölmenni gerði sér dagamun og gekk á fjallið. Myndarlegt bílastæði, vegvísar á gönguleið ásamt upplýsingaskilti gerir aðgengi að þessari útivistarparadís enn betra fyrir íbúa og gesti. Til gamans má geta þess að útsýnið…

Verulega verður fækkað í fjárstofninum á Höfða í haust

Matvælastofnun sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar að undanförnu um sauðfjárhald á bæ í Borgarfirði. Þar er bæði vísað til umfjöllunar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þarna á stofnunin við sauðfjárbúskapinn á Höfða í Þverárhlíð. „Aðkoma Matvælastofnunar hefur verið talsvert gagnrýnd, stofnunin vænd um að sinna ekki skyldum sínum og fleira. Af þessari…

Opnað fyrir innsendar spurningar til forsetaframbjóðanda

Sunnudaginn 12. maí klukkan 20 gefst kjósendum tækifæri til á að spyrja forsetaframbjóðandann Jón Gnarr spjörunum úr á AMA (e. Ask Me Anything) fundi í kosningamiðstöðinni sem fram fer að Aðalstræti 11. Fundinum verður einnig streymt og hægt verður að senda inn spurningar í gegnum vef. Nú þegar hefur verið opnað fyrir innsendar spurningar á…

Ingvar sigurvegari í Sindratorfærunni

Sindratorfæran á Hellu fór fram í gær að viðstöddum fimm þúsund áhorfendum. Keppnin var gríðarlega spennandi og var það Páll Jónsson á Rollunni sem leiddi framan af keppni en eftir að hafa einungis náð fimmtánda besta tímanum í ánni varð hann að sætta sig við þriðja sætið í keppninni. Það var Ingvar Jóhannesson sem stóð…

Lætur sig aldrei vanta á hundasýningar

Viðtal úr safni Skessuhorns frá árinu 2006 við Herdísi Gróu Tómasdóttur Kirkjufells Kappi stendur brosandi úti á hlaði þegar gest ber að garði. Hann er glæsilegur á velli, beinamikill og sterklegur, fríður í andliti og vinalegur. Hann hefur fulla ástæðu til að brosa því hann kom, sá og sigraði á stærstu hundasýningu á Íslandi til…

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið