Nýjustu fréttir

„Vonandi sjáum við sem flesta á vellinum í sumar“

Rætt við Einar Magnús Gunnlaugsson þjálfara Reynis Reynir Hellissandi spilar annað árið í röð í 5. deild karla í knattspyrnu í sumar en í fyrra endaði liðið í 8. sæti af níu í A riðli með sjö stig úr 16 leikjum. Einar Magnús Gunnlaugsson hefur tekið við keflinu af Ólafi Helga Ólafssyni sem þjálfari liðsins…

Íþróttamaður vikunnar

Með mikið sjálfstraust Í þessum lið leggjum við fyrir tíu spurningar til íþróttamanna úr alls konar íþróttum á öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vikunnar að þessu sinni er Max Alex sem spilar knattspyrnu með Reyni Hellissandi. Nafn: Maxymilian Alex Bochra Fjölskylduhagir: Ég bý í Ólafsvík ásamt mömmu minni og pabbi minn kemur oft í heimsókn.…

Landaður afli í apríl

Í apríl lönduðu íslensk skip tæpum 155 þúsund tonnum af sjávarafla sem er 23% meira en í aprílmánuði á síðasta ári. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofu Íslands. Aukning varð í veiðum á nær öllum botnfiskstegundum og 24% aukning varð sömuleiðis á uppsjávaraafla, aðallega vegna aukins kolmunna. Heildarafli á tólf mánaða tímabili frá maí 2023…

Forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr á ferðinni á sunnudaginn

Jón Gnarr forsetaframbjóðandi heimsækir Blönduós, Borgarnes, Sauðárkrók, Stykkishólm og Akranes á næstu dögum. Í tilkynningu frá framboði hans segir að öll séu velkomin. Ferð hans um Vesturland verður á Hvítasunnudag: Dagskrá: Sunnudagur 19. maí: Stykkishólmur kl. 11 Kaffi Kyrrð, Borgarnesi kl. 13 Frystihúsið, Akranes kl. 15

Áfram er borað á svæðinu í kringum Borg

Komið hefur fram í tveimur fréttum Skessuhorns fyrr á þessu ári, að Veitur hafa verið að kanna hita í jörðu á svæðinu nærri Borg á Mýrum. Borverktakinn er Bergborun og jarðfræðiráðgjafi er ÍSOR. Tilraunaboranir þessar eru gerðar til að kanna hvort hiti leynist mögulega í jörðu við Borgarnes. Boraðar hafa verið 60 til 100 metra…

Þóra Margrét ráðin skólastjóri í Stykkishólmi

Starf skólastjóra grunnskóla og tónlistarskóla í Stykkishólmi var auglýst laust til umsóknar í vor og var umsóknarfrestur til og með 3. apríl. Tvær umsóknir bárust um starfið samkvæmt tilkynningu á vefsíðu sveitarfélagsins. Á fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Stykkishólms 15. maí var samþykkt að ráða Þóru Margréti Birgisdóttur í stöðu skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi og Tónlistarskóla Stykkishólms.…

Liðnir tímar og nýir fléttaðir saman á Breið

Á opnu húsi sem Breið nýsköpunarsetur á Akranesi gengst fyrir á morgun, föstudag frá klukkan 15-18, verður ýmislegt á dagskrá sem vakið gæti áhuga. Meðal annars verða kynntar niðurstöður skýrslu Breiðar um þara sem auðlind á Vesturlandi. Þá munu fyrirtæki sem hafa aðstöðu í húsinu verða með ýmsar kynningar Auk þess verður sitthvað sem einkum…

Fréttir úr víðri veröld

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið