Nýjustu fréttir

Skaginn vann góðan sigur á Vestra

Nýliðar ÍA og Vestra mættust í sjöttu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn á þungum og blautum Akranesvelli. Heimamenn voru sterkari aðilinn í frekar bragðdaufum fyrri hálfleik án þess að skapa sér mörg færi. Gestirnir voru nálægt því að ná forystu á 35. mínútu þegar Vladimir Tufedgzic átti skot að…

Golfkúlur slegnar af ungviði í Borgarnesi

Golfklúbbur Borgarness bauð nemendum Grunnskóla Borgarness í golf síðastliðinn föstudag, en yfir 300 nemendur fengu þá smjörþefinn af íþróttinni. Snæbjörn Óttarsson, formaður Golfklúbbs Borgarness, tók á móti nemendum og sýndi glæsitakta við kennsluna. Dagurinn byrjaði með því að miðstig grunnskólans mætti upp á Hamarsvöll, síðar tók við yngsta stig skólans áður en elsta stigið mætti…

Tíundu bekkingar í Borgarbyggð heimsóttu starfsstöðvar Landbúnaðarháskólans

Í liðinni viku heimsóttu tíundu bekkingar við grunnskóla Borgarbyggðar Hvanneyri og starfsstöðvar LbhÍ. Fengu ungmennin leiðsögn um starfsemi Landbúnaðarháskólans og heimsóttu m.a. skólabúið á Hvanneyri, Hesti og á Mið-Fossum. Heimsóknin var undirbúin í samstarfi Rótarýklúbbs Borgarness og grunnskólanna í sveitarfélaginu en í þessum heimsóknum hefur klúbburinn staðið fyrir því til áratuga að nemendur geti kynnt…

Stafræn dánarvottorð sýslumanna fengu viðurkenningu

Sýslumenn voru í hópi þeirra sem fengu viðurkenningu fyrir nýsköpunarstarf hjá hinu opinbera í liðinni viku. Fengu þeir viðurkenningu fyrir brautryðjendastarf við sjálfvirknivæðingu opinberrar þjónustu og sérstaklega stafræna málsmeðferð dánarbúa. Alls voru 92% útgefinna dánarvottorða í lok árs 2023 stafræn, en voru 26% í byrjun sama árs. Sýslumenn fá helstu lykilupplýsingar á borð við skattframtöl…

Samningur 5 UNIgreen háskóla um doktorsnám

Undirritaður hefur verið samningur milli Landbúnaðarháskóla Íslands, Agricultural University Plovdiv í Búlgaríu, Polytechnic University of Coimbra í Portúgal, University of Almería á Spáni og University of Modena and Reggio Emilia á Italíu um sameiginlegt doktorsnám. „Allir háskólarnir eru aðilar að UNIgreen samstarfsnetinu og býður samstarfið upp á meiri faglega breidd, aukið aðgengi að sérhæfðri rannsóknaaðstöðu…

Héldu stóra flugslysaæfingu á Höfn

Í gær fór fram stór æfing viðbragðsaðila á flugvellinum á Höfn í Hornafirði, þar sem æfð voru viðbrögð við flugslysi. Alls tóku um 140 manns þátt í æfingunni og þar af voru 20 leikarar. „Æfingin gekk afar vel og reyndi á helstu þætti bæði á vettvangi en einnig í samhæfingu aðgerða,“ segir í tilkynningu frá…

Vesturlandsmótið í boccia var spilað í Ólafsvík á föstudaginn

Vesturlandsmótið í boccía fór fram í íþróttahúsi Ólafsvíkur síðastliðinn föstudag. Að þessu sinni var mætingin mjög góð, en alls voru tvær sveitir mættar frá Ólafsvík, tvær úr Grundarfirði, þrjár úr Stykkishólmi, þrjár frá Hvammstanga, þrjár úr Borgarbyggð, fimm frá Akranesi og tvær úr Mosfellsbæ. Leikið var í fimm riðlum, fjórar sveitir í riðli. Í milliriðli…

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið