Nýjustu fréttir

Þakskipti í kappi við haustlægðirnar

Þakskipti í kappi við haustlægðirnar

Um fimmtán manna vaskur hópur frá Trésmiðju Akraness vinnur þessa dagana við að skipta um þak á sex íbúða raðhúsinu við Jaðarsbraut 23 á Akranesi. Þakplötur, pappi og klæðning er endurnýjað. Húsið, sem jafnan er nefnt rauða raðhúsið, stendur á horni Faxabrautar og Jaðarsbrautar og er áberandi í landslaginu við Langasandinn. Þakskiptin hófust í gærmorgun…

Falast eftir skemmtilegum myndum úr göngum og réttum

Nú eru framundan fjárréttir víðsvegar um Vesturland. Ritstjórn Skessuhorns langar að biðja lesendur sína um greiða: Senda okkur nokkrar myndir úr réttum og/eða göngum í landshlutanum. Gjarnan má fylgja upplýsingar um hvar og hvenær mynd er tekin og e.t.v. hvaða fólk er á þeim. Myndir sendist á skessuhorn@skessuhorn.is Gaman ef myndir berast sem víðast frá.

Breytingar á skipulagi vegna þvottastöðvar tefjast um sinn

Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar síðastliðinn þriðjudag voru til umræðu tvö mál sem bæði tengjast umsókn Löðurs um að starfrækja bílaþvottastöð í húsi sem skilgreint er sem verslunar- og þjónustuhús við Innnesveg 1 á Akranesi. Bílaþvottastöð uppfyllir ekki þá skilgreiningu að teljast til verslunar- eða þjónustu og því er kallað eftir breytingu á skipulagi. Sú skilgreining…

Starfsteymi stofnað um málefni eldri íbúa

Til stendur að móttöku- og matsteymi fyrir eldri íbúa í Borgarbyggð taki til starfa í haust með það að markmiði að auka samþættingu milli heimahjúkrunar, félagslegrar heimaþjónustu og dagdvalarþjónustu. Var verkefnið kynnt í í velferðarnefnd sveitarfélagsins fyrir stuttu. Með þessu er ekki síst stefnt að því að tryggja að rétt þjónusta sé veitt af réttum…

Telja styrkingu heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga farsælli leið

Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (SHÍ) hafa brugðist við og mótmælt boðuðum breytingum á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits í landinu. Eins og fulltrúar tveggja ráðuneyta kynntu nýverið stendur til að færa meginverkefni heilbrigðiseftirlits frá sveitarfélögum til tveggja ríkisstofnana, þ.e. Matvælastofnunar og Umhverfis- og orkustofnunar. Fram kemur í bréfi SHÍ að samtökin hafa ítrekað bent á að þær ábendingar…

Mikilvægur sigur Skagamanna

Lið ÍA í Bestu deild karla í fótbolta tók á móti Breiðabliki á Elkem vellinum í gær. Fyrirfram var búist við hörkuleik ekki síst í ljósi þröngrar stöðu Skagaliðsins í deildinni. Það var í raun nú eða aldrei ætlaði liðið að eygja möguleika á að halda velli í deildinni. Skemmst er frá því að segja…

Nýta ekki forkaupsrétt að Ebba AK

Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar síðastliðinn þriðjudag var til afgreiðslu hvort bæjarfélagið ætti að nýta forkaupsrétt að fiskibátnum Ebba AK 37 sem fyrr í sumar var seldur til Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði. Bæjarstjórn samþykkti að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins en forkaupsréttur nær ekki yfir aflaheimildir eða veiðireynslu. Samkvæmt heimildum Skessuhorns nýtir Loðnuvinnslan 170 þorskígildistonna kvóta af…

Nýjasta blaðið