
Nýjustu fréttir


Falast eftir skemmtilegum myndum úr göngum og réttum
Nú eru framundan fjárréttir víðsvegar um Vesturland. Ritstjórn Skessuhorns langar að biðja lesendur sína um greiða: Senda okkur nokkrar myndir úr réttum og/eða göngum í landshlutanum. Gjarnan má fylgja upplýsingar um hvar og hvenær mynd er tekin og e.t.v. hvaða fólk er á þeim. Myndir sendist á skessuhorn@skessuhorn.is Gaman ef myndir berast sem víðast frá.

Breytingar á skipulagi vegna þvottastöðvar tefjast um sinn
Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar síðastliðinn þriðjudag voru til umræðu tvö mál sem bæði tengjast umsókn Löðurs um að starfrækja bílaþvottastöð í húsi sem skilgreint er sem verslunar- og þjónustuhús við Innnesveg 1 á Akranesi. Bílaþvottastöð uppfyllir ekki þá skilgreiningu að teljast til verslunar- eða þjónustu og því er kallað eftir breytingu á skipulagi. Sú skilgreining…

Starfsteymi stofnað um málefni eldri íbúa
Til stendur að móttöku- og matsteymi fyrir eldri íbúa í Borgarbyggð taki til starfa í haust með það að markmiði að auka samþættingu milli heimahjúkrunar, félagslegrar heimaþjónustu og dagdvalarþjónustu. Var verkefnið kynnt í í velferðarnefnd sveitarfélagsins fyrir stuttu. Með þessu er ekki síst stefnt að því að tryggja að rétt þjónusta sé veitt af réttum…

Telja styrkingu heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga farsælli leið
Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (SHÍ) hafa brugðist við og mótmælt boðuðum breytingum á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits í landinu. Eins og fulltrúar tveggja ráðuneyta kynntu nýverið stendur til að færa meginverkefni heilbrigðiseftirlits frá sveitarfélögum til tveggja ríkisstofnana, þ.e. Matvælastofnunar og Umhverfis- og orkustofnunar. Fram kemur í bréfi SHÍ að samtökin hafa ítrekað bent á að þær ábendingar…

Mikilvægur sigur Skagamanna
Lið ÍA í Bestu deild karla í fótbolta tók á móti Breiðabliki á Elkem vellinum í gær. Fyrirfram var búist við hörkuleik ekki síst í ljósi þröngrar stöðu Skagaliðsins í deildinni. Það var í raun nú eða aldrei ætlaði liðið að eygja möguleika á að halda velli í deildinni. Skemmst er frá því að segja…

Nýta ekki forkaupsrétt að Ebba AK
Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar síðastliðinn þriðjudag var til afgreiðslu hvort bæjarfélagið ætti að nýta forkaupsrétt að fiskibátnum Ebba AK 37 sem fyrr í sumar var seldur til Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði. Bæjarstjórn samþykkti að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins en forkaupsréttur nær ekki yfir aflaheimildir eða veiðireynslu. Samkvæmt heimildum Skessuhorns nýtir Loðnuvinnslan 170 þorskígildistonna kvóta af…

Er rétt að fella dauðadóm yfir hrútlömbum sem koma í líflambaskoðun?
Jón Viðar Jónmundsson

Aðgengi Akurnesinga að Jaðarsbakkalaug
Hallbera Fríður Jóhannesdóttir

Baulárvellir eru í eigu Stykkishólmskirkju
Magndís Alexandersdóttir

Fáránleikinn allur, eða mestallur
Einar Óskarsson

Saman værum við sterkari
Kristín Jónsdóttir

Af söfnum og hillum þeirra á landsbyggðinni
Guðlaug Dröfn og Hollvinasamtök Pakkhússins
Nýjasta blaðið

30. ágúst 2025 fæddist stulka

29. ágúst 2025 fæddist drengur

9. ágúst 2025 fæddist drengur
