Nýjustu fréttir

Kaupendamarkaður ríkir í fasteignaviðskiptum

Kaupendamarkaður ríkir í fasteignaviðskiptum

Svo virðist sem kaupendamarkaður ríki í fasteignaviðskiptum ef marka má spurningakönnun sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun lagði fyrir fasteignasala í upphafi mánaðarins. Könnunin var send til 330 félagsmanna Félags fasteignasala og svör bárust frá tæplega þriðjungi þeirra eða 99 svör. Um 94% svarenda eru fasteignasalar sem sýsla með eignir á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Svarendur…

Vesturlandsliðin í eldlínunni í kvöld

Í kvöld verður leikið bæði Lengjudeild kvenna og annarri deild karla í knattspyrnu. Þar verða því í eldlínunni lið þau af Vesturlandi er spila í þeim deildum. Lið ÍA í Lengjudeild kvenna heldur til Keflavíkur þar sem þær mæta Keflavík á HS Orkuvellinum. Fyrir leikinn eru liðin jöfn að stigum í deildinni með 15 stig…

Þingmenn Norðvesturkjördæmis funda með utanríkisráðherra á morgun

Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu á morgun eiga fund með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra vegna fyrirætlana Evrópusambandsins um að leggja á verndartolla á kísiljárn frá Íslandi og Noregi. Líkt og komið hefur fram í fréttum myndu þeir tollar raska mjög samkeppnishæfni verksmiðju Elkem á Grundartanga. Líkt og kom fram í fréttum Skessuhorns á dögunum gætu áformin m.a.…

Einar Margeir og félagar kepptu í fjórsundi í nótt

Blönduð sveit Íslands í 4×100 metra fjórsundi stakk sér til sunds i nótt á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug sem nú stendur yfir í Singapore. Sveitina skipuðu Guðmundur Leó Rafnsson, Einar Margeir Ágústsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Guðmundur synti baksund, Einar Margeir bringusund, Jóhanna flugsund og Snæfríður synti skriðsund. Íslenska sveitin synti…

Gasmengun spáð á Akranesi og höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhringinn

Samkvæmt veðurspá verður suðvestanátt í dag og í nótt við Faxaflóann. Berst því gasmengun frá gossvæðinu á Reykjanesi til norðausturs í átt að höfuðborgarsvæðinu og á Akranes. Á meðfylgjandi myndum má sjá annars vegar spá um dreifingu gasmengunar til kl. 15 í dag og hins vegar til kl.9 í fyrramálið.  

Karlar í Snæfellsbæ og konur í Stykkishólmi launahæst

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru karlmenn í Snæfellsbæ með hæstu heildarlaun á Vesturlandi árið 2024. Heildarlaun þeirra voru að meðaltali 13,1 milljón króna á árinu. Lægst voru heildarlaun karla í Eyja- og Miklaholtshreppi eða rétt rúmar 7 milljónir króna á árinu. Konur í Stykkishólmi voru launahæstar kvenna á Vesturlandi eða með heildarlaun 10,8 milljónir króna að…

England hafði sigur á Íslandi á U18 í körfu

Lið Íslands spilaði sinn þriðja leik í gær á Evrópumótinu i körfuknattleik leikmanna undir 18 ára aldrei sem haldið er þessa dagana í Petesti í Rúmeníu. Strákarir okkar mættu liði Englands. Lið Englands hafði forystu allan leikinn og í hálfleik var staðan 45-27 Englandi í vil. Leikmenn Íslands gáfust þó aldrei upp og náðu um…

Nýjasta blaðið