
Nýjustu fréttir


Fengu leiðsögn um hvernig háskólastyrkir virka
Í gær fengu nemendur á Afreksíþróttasviði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi áhugaverða heimsókn. Til þeirra mætti Maximilian Hagberg, fulltrúi frá ASM Sports. Fyrirtækið er bandarískt og gerir út á að aðstoða ungt íþróttafólk við að tengjast háskólum í Bandaríkjunum, afla námsstyrkja og þannig auka möguleikana á að fá tækifæri til að stunda bæði nám og íþróttir…

Veita akstursstyrki vegna tómstundastarfs
Snæfellsbær hefur undanfarin ár veitt akstursstyrki til foreldra og forráðamanna barna sem eiga lögheimili í skólahverfi Lýsudeildar Grunnskóla Snæfellsbæjar, það er Breiðuvík, Staðarsveit, Arnarstapa eða Hellnum, og aka börnum sínum á norðanvert Snæfellsnes á íþróttaæfingar eða skipulagt félagslíf. Markmið þessa styrks er að stuðla að jöfnun aðstöðumunar íbúa sveitarfélagsins. Bæjarfélagið hefur nú vakið athygli foreldra…

Eldsneytisafgreiðsla hafin hjá N1 við Hausthúsatorg
Líkt og vegfarendur hafa séð, sem átt hafa leið framhjá Hausthúsatorgi á Akranesi, eru miklar framkvæmdir í gangi á lóðinni við Elínarveg 3. Hús sem þar verður reist verður fyrsta hús á hægri hönd þegar ekið er inn til Akraness. Þá lóð fékk N1 úthlutað undir hluta af starfsemi sinni á Akranesi. Eins og sjá…

Lambhrútasýningar á Vesturlandi haustið 2025 – þriðji hluti
Árshátíð sauðfjárbænda í Dölum Í byrjun vetrar ár hvert halda fjárbændur í Dalasýslu sína árshátíð. Af gangi himintungla þá er vetrarbyrjun á líkum tíma á hverju ári. Það er aðalástæða þess að héraðssýningu lambhrúta þar í héraði var í ár eins og stundum áður síðasta yfirlitssýning lambhrúta á Vesturlandi haustið 2025. Héraðssýningar hrúta eiga sér…

Opnar sýningu í Borgarnesi með skírskotun í uppruna sinn
Elín Elísabet Einarsdóttir er 33 ár myndlistarkona sem ólst upp í Borgarnesi. Hún mun laugardaginn 8. nóvember næstkomandi opna einkasýningu á verkum sínum í Hallsteinssal Safnahúss Borgarfjarðar. Sýningin verður opin til 6. desember. Elín Elísabet er í dag myndlistarmaður og teiknari. Hún fæst að mestu við olíumálverk og ljóðlist og vinnur gjarnan verk sín á…

Sala Neyðarkalls björgunarsveitanna er hafin
Í morgun kom Halla Tómasdóttir forseti Íslands ásamt Birni eiginmanni sínum að Elliðaánum í Reykjavík þar sem hún tók á móti fyrsta Neyðarkalli 2025. Að þessu sinni var það öflugur straumvatnsbjörgunarhópur sem flutti Neyðarkallinn yfir straumvatnið og afhenti forseta. Við þetta tilefni ítrekaði Halla mikilvægi sjálfboðaliðastarfs Slysavarnafélagsins Landsbjargar fyrir samfélagið og vonaðist til að vel…

Tákn um trú á framtíðina
Guðveig Lind Eyglóardóttir

Krónan er góð – spurningin er bara, fyrir hverja?
Guðsteinn Einarsson

Nýr kafli í skólasögu Akraness – Grundaskóli fær glæsilegt kennsluhúsnæði
Sigurður Arnar Sigurðsson

Ríkisvald – Fylki – Sveitarfélög
Jóhannes Finnur Halldórsson

Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi
Björn Bjarki Þorsteinsson

Krónan býr sig ekki til sjálf
Hjörtur J. Guðmundsson
Nýjasta blaðið

7. október 2025 fæddist drengur

20. október 2025 fæddist drengur

8. október 2025 fæddist drengur




